Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn (WWF)

WWF Världsnaturfonden
Photographer
WWF Världsnaturfonden
WWF í Noregi vinnur að #zerotolerance stefnu geng sjávarmengun.

Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn í Noregi (WWF) er tilnefndur fyrir áralangt starf sitt að hreinsun sjávar en einkum fyrir þau tilmæli til norsks stjórnmálafólks að mynda sér plastlausa framtíðarsýn. Tilmælin urðu kveikjan að hnattrænu samkomulagi sem gert var á umhverfisráðstefnu SÞ í desember 2017, þar sem yfir 100 umhverfisráðherrar úr öllum heimshlutum lýstu stuðningi við það markmið að stöðva losun plasts út í höfin. WWF hefur einnig starfað með norska ríkissjónvarpinu (NRK) að gerð heimildaþáttaraðar sem auka á þekkingu almennings á plasti í hafinu. WWF kann þá jafnvægislist að hafa uppbyggileg áhrif á stjórnmálafólk og stuðla jafnframt að aukinni þekkingu innan samfélagsins, sem er forsenda þess fyrrnefnda. 

Meiri upplýsingar