Greta Thunberg – Svíþjóð

Greta Thurnberg
Photographer
Vincent Isore/Scanpix
Við erum aldrei of lítil til að hafa mikil áhrif.

Barátta Gretu Thunberg í þágu loftslagsmála og sjálfbærrar neyslu hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum og víðar um heim. Hún vitnar alltaf í rannsóknir og byggir aðgerðir sínar á gagnreyndum staðreyndum. Talað er um „Gretu Thunberg-áhrifin“.

 

Allt frá því að Greta fór í fyrsta skólaverkfallið hefur hún fengið því áorkað að skapa hreyfingu í þágu loftslagsmála og nýja von um sameiginlegt átak í þágu sjálfbærrar neyslu.

 

Henni hefur tekist að ná til eyrna leiðtoga og ráðamanna heims og að virkja börn og ungmenni á Norðurlöndum, í Evrópu og víðar um heim.

 


Kannski er ekki auðvelt að mæla árangurinn af baráttu hennar til að hafa áhrif á viðhorf fólks en tengingarnar eru engu að síður greinilegar. Á þeim tíma sem liðinn er hafa orðið greinileg straumhvörf og flugferðum fólks hefur fækkað. Greta Thunberg hefur aukið vitund okkar á einhvern þann hátt sem hefur áhrif á neyslu okkar og ferðavenjur. Hún hefur stuðlað að breytingum sem eru nauðsynlegar, en sem engu stjórnmálafólki eða fyrirtæki eða tækninýjung hefur tekist fram að þessu.

 


Time Magazine tilnefndi Gretu einn áhrifamesta táning heims árið 2018. Þegar hún mætir andstöðu, þar sem margir í heimi hinna fullorðnu myndu segja að ekkert sé til ráða, að það sé of seint, þá svarar hún: „Við erum aldrei of lítil til að hafa áhrif.“ Og það hefur hún sýnt og sannað.