GRIM - Danmörk

GRIM
Photographer
Supermercat
Sala á ljótu grænmeti og ávöxtum kemur sér vel fyrir umhverfið og loftslagið.

Stofnendum GRIM hefur með takmörkuðum fjármunum tekist að hrinda í framkvæmd hugmynd sem fjallar um sóun í virðiskeðju matvæla. Á hverju ári er 800 þúsund tonnum af vistvænum ávöxtum og grænmeti hent vegna þess að útlit þeirra kemur í veg fyrir að þau séu söluhæf.

 

GRIM selur ljótar afgangsvörur eftir tveimur leiðum; í áskrift að grænmetiskössum til einstaklinga en einnig til fyrirtækja, þar á meðal safaframleiðenda, á veitingastaði og mötuneyti.

 

Með þessu móti stuðlar GRIM að sjálfbærri framleiðslu og neyslu. Komið er í veg fyrir að auðlindum eins og tíma, ræktuðu svæði og vatni sé sóað við að framleiða matvæli sem reynast svo ekki söluhæf. Þannig tekst að nýta vöru sem áður hefði verið meðhöndluð sem úrgangur og um leið er hægt að hámarka stjórnun á sameiginlegum náttúruauðlindum okkar, svo sem landi og vatni.