ICA og Rescued Fruits (Svíþjóð)

Samstarfsaðilarnir ICA og Rescued Fruits fá tilnefningu vegna þess að þeim hefur tekist að finna nýstárlega lausn á þeirri matarsóun sem oft verður í smáverslun. Annað fyrirtækið nýtir úrgangs hins til að skapa hágæðavöru sem hægt er að selja í stórmörkuðum ICA. Bæði fyrirtækin draga úr matarsóun og við það skapast viðskiptatækifæri sem þau og samfélagið í heild njóta góðs af. Sú hringrásarhugsun varðandi auðlindir og úrgang, sem hér er um að ræða, getur orðið allri smáverslun til eftirbreytni.