Jóanes Nielsen

Jóanes Nielsen
Ljósmyndari
Birgir Kruse
Jóanes Nielsen: Gudahøvd. Ljóðabók, Mentunargrunnur Studentafelagsins, 2017

Frumstæður og stórbrotinn titill er dæmigerður fyrir tóninn í Gudahøvd(á íslensku „Goðahöfuð“, sem er tíunda ljóðasafn Jóanear Nielsen. Sama má segja um efnið sem sótt er í hversdagslegt líf eins og í öllum ljóðum skáldsins. Fimm áru eru liðin frá því að Jóanes Nielsen sendi frá sér ljóðabók en þess á milli samdi hann leikrit og skáldsögur.

Myndskreytingar bókarinnar gerði Rannvá Holm Mortensen, maki skáldsins. Áhrifamiklar og einfaldar dúkristurnar eiga vel við tón og stíl verksins.

Það er úr sér genginn ljóðmælandi í úr sér gengnum heimi sem birtist í mörgum ljóðanna, roskið ljóðskáld sem við könnumst við úr fyrri ljóðum. Með kímni og óttaleysi tekur hann eftir aldurstengdu sliti líkamans og hægfara hnignun holdsins. Í ljóðinu „Prostataharrarnir“ bregður fyrir nánast súrrealískri lýsingu á veruleika margra karla sem eiga í vandræðum með blöðruhálskirtilinn og þurfa að fara fram úr margsinnis á nóttu til að kasta vatni.

Þeir eru alls staðar

herrarnir með blöðruhálskirtilsvandamálin

Þrjár, fjórar ferðir á hverri nóttu fara þeir á klósettið

væri hlandinu úr þeim safnað saman í lón og síðan hleypt út

værum við komin með fleiri þúsund tonna þunga öldu

súra miskunnarlausa holskeflu

af forgengileika...

(Á íslensku: Þeir eru alls staðar / herrarnir með blöðruhálskirtilsvandamálin / Þrjár, fjórar ferðir á hverri nóttu fara þeir á klósettið / væri hlandinu úr þeim safnað saman í lón og síðan hleypt út / værum við komin með fleiri þúsund tonna þunga öldu / súra miskunnarlausa holskeflu / af forgengileika.)

Líkaminn hefur löngum skipað allt að því ögrandi sess í ljóðum Jóanesar Nielsen. Hér er ekki ort um fagurt og upphafið musteri andans heldur hið forgengilega, kynferðislega og dýrslega hold. Við minnum á skepnurnar og í einu ljóði er spurt hvort „þú“, það er lesandinn, hafir séð konuna þína ganga örna sinna; það geri hún eins og hundur eða rotta. Enginn fyrirvari er í þessari samlíkingu, þvert á móti er hið dýrslega ein ástæða þess að ljóðmælandinn elskar konuna sína.

Forgengileiki er helsta eldsneyti ljóðanna. Mörg þeirra fjalla um að yrkja og lifa, í anda tilvistarstefnunnar en með vakandi auga fyrir öllu sem lifir, hvort sem það er lítill norskur fugl sem flýgur á rúðu í þorpinu Norðdepli, vaxandi einsemd skáldalífsins, biðstofurnar mörgu þegar beðið er eftir nýjum líffærum, smákökur eða bara lífið og dauðinn.

Þess á milli er ort um sjúka og úr sér gengna plánetu, náttúruna sem tilveran byggir á en molnar undir ljóðmælandanum og afhjúpar tengingu sem er lífsnauðsynleg:

Hvort við erum með tvær eða tvö hundruð hundategundir

eða að jörðin kasti af sér tíu þúsund árum

hvað með það?

Við getum líka verið án bláberja

hlyna

anganar af túlipönum.

Sæðisbankarnir eru löngu búnir að taka yfir hlutverk feðranna.

Segjum hlutina umbúðalaust:

Sjúk pláneta

malar eins vel og sú græna.

(Á íslensku: Hvort við erum með tvær eða tvö hundruð hundategundir / eða að jörðin kasti af sér tíu þúsund árum / hvað með það? / Við getum líka verið án bláberja / hlyna / anganar af túlipönum. / Sæðisbankarnir eru löngu búnir að taka yfir hlutverk feðranna. / Segjum hlutina umbúðalaust: / Sjúk pláneta / malar eins vel og sú græna.)

Að baki hressilegu orðalagi er afstaðan skýr. Ljóðið um hina smjörelskandi Price-bræður tekur óvænta stefnu þegar talið berst frá matargerðarlist til ljóðlistar sem krefst þess að ljóðið þori að stökkva fram af fjalli sem krefst þess að ljóðaenglunum sé treyst. Þegar englarnir láta ekki sjá sig hrapar ljóðið, slasast illa og verður að bryðja magnyl á meðan Price-bræðurnir bragðbæta konunglega sósuna.

Sérstök frásagnargleði einkennir ljóð Jóanesar Nielsen og þau minna á litlar þjappaðar skáldsögur með stórum sögum og lífsviðhorfum frá liðinni tíð þó að persónurnar séu undarlega nálægar hér og nú. Þetta á til dæmis við um ljóðið þegar rafmagnsleysi leiðir til sérkennilegrar heimsóknar tveggja trúbræðra og forkólfa siðaskiptanna, þeirra Marteins Lúters og Melanchton sem birtast á heimili ljóðmælanda. Fleiri léttar perlur af svipuðu tagi er að finna í ljóðasafninu sem hver um sig setur orð á forsendur og samhengi lífsins. Helvíti er á jörðu og Guð er ekki til en samt er beðið til hans vegna þess að:

Herra

við sem höfum afnumið helvíti eftir dauðann

megnum ekki að fyrirbyggja helvíti hérna megin dauðans

helvíti hræsnaranna og lygaranna

helvíti milli stétta og þjóða

ó! gef mér aftur gamla helvítið

það fer okkur betur.

Dagarnir verða grýttari

ég leyfi mér bara að nefna það

en leyfðu mér að vera planta milli steinanna

er það til of mikils mælst / þá bara vingjarnlegt orð sem opnar rifu á hurð.

Taktu frá mér tennurnar sem ég á eftir

losaðu neglurnar af fingrunum

ég geri mér hvað sem er að góðu

bara ekki dauðann …