Karin Rehnqvist

Karin Rehnqvist - foto: Agnes Thor
Rökstuðningur
Silent Earth er svimandi og ákaflega hvetjandi verk. Í því sprettur fram leikræn tónafrásögn sem hefur loftslagsvandann í bakgrunni og leiðir hlustandann frá ís yfir að eldi af vægðarlausum krafti. Með þessu verki sýnir Rehnqvist að hún hefur nánast fullkomið vald á hinum tæknilegu hliðum tónsmíða. Einnig sýnir hún fram á mátt tónlistarinnar til að skilgreina tíma og rúm og skapa jafnframt tilfinningalega upplifun sem hverjum og einum er frjálst að túlka.
Textann við Silent Earth samdi Kerstin Perski. Verkið var pantað af Eduard van Beinum-stofnuninni og Berwaldhallen, tónleikasal sænska ríkisútvarpsins.
Tengill