Matcentralen, Stockholms Stadsmission (Svíþjóð)

Matcentralen, Stockholms Stadsmission (Sverige)
Photographer
Rebin Benigh
Matcentralen – vinnuaðlögun og endurdreifing afgangsmatar.

Matcentralen, sem Stadsmissionen rekur, er félagslegt fyrirtæki sem leggur áherslu á vinnuaðlögun starfsfólksins og nýtingu á ætilegum mat, sem ella yrði hent. Bágstaddir njóta góðs af matnum og fólk, sem er utan við vinnumarkað, fær starfsþjálfun. Stadsmissionen og Matcentralen eru verðugir verðlaunahafar sem brautryðjendur í sjálfbærri þróun, félagslega, efnahagslega og vistfræðilega. Um er að ræða sjálfboðasamtök, sem starfa með fyrirtækjum við að draga úr úrgangi og veita bágstöddum aðstoð. Í hverjum mánuði nýta samtökin 40 tonn af matvælum sem ella væri hent. Matcentralen þróaði hugmyndina í nánu samráði við matvöruverslanir. Reksturinn er með stóru sniði; miðlæg vörugeymsla, tvær „félagslegar stórverslanir“ nefndar „Matmissionen“, og matarbanki, sem dreifir mat til hjálparmiðstöðva í Stokkhólmi. Matcentralen opnaði fyrstu „félagslegu stórverslunina“ á Norðurlöndum árið 2015, en svipaðar verslanir hafa síðar verið opnaðar í Danmörku og Noregi.