Niels Rønsholdt
Rökstuðningur:
Í verkinu Songs of Doubt með undirtitlinum Prospect / retrospect er ástand óvissunnar krufið til mergjar. Sá tilvistarvandi sem gerir vart við sig þegar við stöndum frammi fyrir mikilvægri ákvörðun í lífinu; þegar við vitum ósjálfrátt að við verðum að þora að stíga / henda okkur á vit hins óþekkta á sama tíma og minningin um það sem við þekkjum truflar og heldur aftur af okkur.
Í verkinu er efasemdum og hiki stillt upp við náttúruna sem er varanleg og afhjúpar breyskleika og vanmátt manneskjunnar. Í vandaðri og frumlegri hljómmynd heyrist Ondes Martenot hljóðfærið í senn sem ofurmennsk litbrigði og andstæða hins mannlega. Hik og hálfvelgja endurspeglast í textanum þegar hann er sunginn aftur á bak en einnig í áhrifamikilli og andhverfri tækni Ondes Martenot.
Songs of Doubt er sérkennileg, hrífandi og afar tilfinninganæm tjáning í tónlist um grunnskilyrði þess að vera mannleg; um óvissuna og það ástand sem hún getur varpað okkur út í.
Söngvaflokkur fyrir einsöngvara, kór og Ondes Martenot. Textana samdi Niels Rønsholdt.
Roderik Povel, Studium Chorale, Nathalie Forget – Hans Leenders hljómsveitarstjóri