Umhverfisþjónusta stór-Helsinkisvæðisins (HRM)

Samkommunen Helsingforsregionens miljötjänster HRM
Photographer
Samkommunen Helsingforsregionens miljötjänster HRM
RAVITA™ – ný aðferð til að vinna næringarefni úr frárennslisvatni.

HRM hreinsar frárennslisvatn íbúa og fyrirtækja með skilvirkum hætti og stuðlar þannig að verndun Eystrasaltsins. Frárennslisvatn höfuðborgarsvæðisins er hreinsað í tveimur stærstu skólphreinsistöðvum Finnlands. Ný skólphreinsistöð, Blominmäki, verður opnuð árið 2021. 

Frá árinu 2014 hefur HRM þróað leiðir til meðferðar á fosfór í frárennslisvatni. Erfitt hefur reynst að endurvinna fosfór með framsæknum hætti. Fosfór eykur ofauðgun og hefur áhrif á landfræðileg mörk. Hann hefur verið nýttur við matvælaframleiðslu en sú þörf fer nú óðum minnkandi. Í RAVITA-ferli HRM er fosfórinn nýttur í formi fosfórsýru. Þannig má nota hann í margvíslegri iðnferlum en ella, auk áburðarframleiðslu. RAVITA-ferlið er sveigjanlegt og hægt að laga það að hreinsistöðvum af ýmsum stærðum og gerðum, einnig sem hluta af öðru ferli. Nýting og endurvinnsla á fosfór í frárennslisvatni eflir hringrásarhagkerfi og vatnsvernd og styður við umskipti til sjálfbærara samfélags. Þéttbýlisvæðingin er allsráðandi, einnig á Norðurlöndum. Borgirnar verða að axla ábyrgð á sjálfbærri þróun.

Meiri upplýsingar