Vinna Stjórnsýsluhindranaráðsins vegna raskana af völdum kórónuveirufaraldursins

Oresundstog
Photographer
Foto: Metro
Norræna stjórnsýsluhindranaráðið hefur frá því að heimsfaraldurinn skall á unnið að því draga úr neikvæðum áhrifum ólíkra takmarkana norrænu landanna vegna kórónuveirufaraldursins á frjálsa för. Sú vinna hefur snúist um að safna upplýsingum um raskanir og vandamál og reyna að hafa áhrif á viðeigandi ráðafólk og stofnanir til þess að greiða fyrir lausnum á vandamálum.

Allt frá því að fyrstu ferðatakmarkanir við norræn landamæri voru innleiddar 13. mars 2020 hefur Stjórnsýsluhindranaráðið safnað upplýsingum um hvernig mismunandi úrræði landanna gegn kórónuveirunni hafa komið niður á tækifærum Norðurlandabúa til þess að ferðast yfir landamæri. Upplýsingunum hefur jafnt og þétt verið miðlað áfram til viðeigandi fulltrúa ríkisstjórna, þar á meðal norrænu samstarfsráðherranna.

Tilgangurinn var, og er enn, að vekja athygli ráðafólks og yfirvalda á þeim afleiðingum faraldursins sem bitnað hafa á vinnuferðalöngum, fyrirtækjum, námsfólki og öðrum vegna takmarkana og stuðla að lausnum vegna raskana í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Tilgangurinn er einnig að stuðla að sterkara norrænu samstarfi á krepputímum.

Samstarf um upplýsingaþjónusturnar

Vinnan við að safna upplýsingum um raskanir af völdum kórónuveirufaraldursins hefur farið fram í nánu samstarfi við upplýsingaþjónustur landamærasvæðanna, Landamæraþjónustu Noregs-Svíþjóðar, Landamæraþjónustu Norðurkollu, Øresunddirekt og upplýsingaþjónustu Norðurlandaráðs, Info Norden.

Upplýsingaþjónusturnar hafa tilkynnt jafnt og þétt til Stjórnsýsluhindranaráðsins um raskanir á frjálsri för sem hafa komið upp vegna ólíkra takmarkana og úrræða landanna. Skýrslur þeirra byggjast meðal annars á upplýsingum frá fólki sem býr og starfar á landamærasvæðunum eða hreyfir sig milli norrænu landanna.

Skrifstofa Stjórnsýsluhindranaráðsins tekur skýrslurnar saman og kemur þeim áfram, meðal annars til Stjórnsýsluhindranaráðsins, norrænu samstarfsráðherranna, norrænu samstarfsnefndarinnar, Sambands norrænna verkalýðsfélaga og Norðurlandaráðs.

Þá hefur skrifstofa Stjórnsýsluhindranaráðsins ritað bréf til ýmissa ráðherra og beðið þá að leysa úr vandamálum sem upp hafa komið vegna ólíkra takmarkana landanna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn:

Almennar áskoranir sem tengjast takmörkunum af völdum kórónuveirufaraldursins

Skipta má þeim röskunum sem greindar hafa verið í tengslum við kórónuveirufaraldurinn í tvo flokka:

  1. Ferðatakmarkanir og reglur um sóttkví
  2. Viðmiðunarreglur og úrræði landanna

Auk hinna næstum því 100 raskana sem hefur verið tilkynnt um til þessa greindu skrifstofa Stjórnsýsluhindranaráðsins og upplýsingaþjónusturnar snemma í kreppunni eftirfarandi fjórar almennar áskoranir:

Áskoranir í tengslum við vinnumál

Hversu langt nær vinnuskyldan ef tekin er ákvörðun um að loka landamærum lands algjörlega og gera með því vinnuferðalöngum sem búa í öðru landi ókleift að komast til vinnu? Hvernig virka vinnuréttarreglur hvers lands við slíkar aðstæður og hvað þýðir þetta í reynd bæði fyrir starfsfólk og og atvinnurekendur? Hver bætir starfsfólki upp launamissi ef viðkomandi er launalaus vegna þess að hann kemst ekki til vinnu sinnar? Hver ver starfsfólk þegar lögin ná ekki yfir lokun landamæra og viðkomandi starfsfólk uppfyllir ekki skilyrði um launalaust leyfi eða atvinnuleysistryggingar? Hver tekur ábyrgð á starfsfólki sem sagt er upp störfum? 

Skortur á skýrum upplýsingum

Þörf er á skýrum upplýsingum og samræmdri túlkun á reglum innan hvers og eins lands. Fólk og fyrirtæki á landamærasvæðunum finna enn fyrir miklum skorti á skýrum upplýsingum og mismunandi túlkun á regluverki yfir landamæri og skapar það áhyggjur og hefur í för með sér skort á fyrirsjáanleika fyrir vinnuferðalanga og fyrirtæki. 

Mismunandi stefna milli Norðurlandanna

Norðurlöndin hafa mismunandi stefnu þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smita milli landa. Takmarkanir/tilmæli til að draga úr og koma í veg fyrir útbreiðslu smita hvaða lands eiga við um vinnuferðalanga í faraldrinum?  Í það minnsta er talsverð áskorun fyrir vinnuferðalanga að fara að tilmælum tveggja landa og halda sér upplýstum eftir réttum leiðum á tímum þegar tilmæli landanna eru síbreytileg.

Skortur á talnagögnum frá landamærasvæðum

Skortur á talnagögnum frá landamærasvæðum er þegar orðinn forgangsmál í Stjórnsýsluhindranaráðinu. Kreppan hefur beint sjónum að þessum vanda á ný. Í skorti á talnagögnum felst að mikilvæg verkfæri til þess að meta og greina afleiðingar kreppunnar og takmarkanir landanna fyrir landamærasvæðin vantar. Nýjustu talnagögn frá landamærasvæðum eru frá árinu 2015.

Hvernig upplifa íbúar landamærasvæðanna takmarkanirnar?

Stjórnsýsluhindranaráðið hefur látið gera tvær rannsóknir á upplifun fólks sem er búsett á landamærasvæðum og vinnuferðalanga eftir að heimsfaraldurinn braust út. Sú fyrri var gerð í mars-júní 2020 og sú seinni í desember 2020.

Hér að neðan má finna greinar um kannanirnar og tengla á niðurstöður.

Upplýsinga- og landamæraþjónustur á Norðurlöndum