VEFMÁLSTOFA: Kynning á Northern Lights-skýrslunni

23.03.21 | Viðburður
Klima og unge
Photographer
Melany Rochester / Unsplash
Skolverket í Svíþjóð hefur umsjón með kynningu nýjustu Northern Lights-skýrslunnar, sem varpar ljósi á þekkingu og gildi ungmenna í tengslum við lýðræði og samfélag.

Upplýsingar

Dates
23.03.2021
Time
13:00 - 15:00

Ritið er byggt á alþjóðlegri ICCS-rannsókn (International Civic and Citizenship Education Study) frá árunum 2009 og 2016 og er gefið út af IEA (International Association for the Evaluation of Educational Achievement).

Á Norðurlöndum er rík lýðræðishefð og norrænir nemendur standa sig almennt vel í ICCS-könnunum. Almenn menntun íbúanna heldur áfram að aukast og hefur menntun fengið aukna athygli í nýlegum kerfisbreytingum. Þetta gefur vísbendingar um að ráðamenn í menntapólitík skilji að skólar gegna mikilvægu hlutverki til að efla lýðræðisvitund meðal borgara framtíðarinnar. 

Dagskrá

  • Inngangsorð frá Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar
  • Kynning frá Dr. Dirk Hastedt Executive Director, IEA NM
  • Kynning á skýrslunni „Northern lights on civic and citizenship education“ með Bryony Hoskins við félagsvísindadeild Roehampton-háskóla
  • Dýpri greining á köflum 3 og 4 með meðhöfundunum Idun Seland vísindamanni við deild kennaramenntunar og alþjóðafræða hjá NOVA – velferðarrannsóknarsviði Oslo Met Norge og Heidi Biseth prófessor við deild hugvísinda, íþrótta- og menntafræða á sviði menningar-, trúar og samfélagsfræða hjá Háskólanum í Suðaustur-Noregi (Universitetet i Sørøst-Norge)

Fundarstjóri:  Anne-Berit Kavli, aðalráðgjafi leikskóla- og skólastarfs hjá menntamálaráðuneytinu í Noregi