Dagur Norðurlanda: Hvernig getum við mætt auknum kröfum um samvinnu og sameiginlegar lausnir á Norðurlöndum?

23.03.21 | Viðburður
Byggarbetsplats
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Kórónuveirufaraldurinn hefur búið til ýmsar áskoranir fyrir hversdagslíf fólks, efnahaginn, fyrirtæki, menntun, menningu, velferð og alþjóðlegt samstarf, þar á meðal á Norðurlöndum.

Upplýsingar

Dates
23.03.2021
Time
14:00 - 14:45
Location

Kulturhuset
Stockholm
Svíþjóð

Type
Online

Í formennskuáætlun Finnlands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2021 er lögð áhersla á mikilvægi norræns samstarfs, sem er raunar sagt vera lífsnauðsynlegt! Könnun sem Norræna félagið í Svíþjóð gerði í janúar sýnir að væntingar um norrænt samstarf hafa aukist verulega í kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð.

Í formennskuáætlun Finnlands er einnig kallað eftir hringrásar- og lífhagkerfi.
Í þessum umræðum verður norræn samvinna skoðuð út frá þörfinni fyrir samvinnu á erfiðleikatímum og einnig verður litið til framtíðar. Auk þess verður rætt um ákall um sameiginlegar lausnir fyrir sjálfbær Norðurlönd með sérstakri áherslu á hringrásarhagkerfi.

Dagskrá

  • Inngangsorð: Sharon Jåma, fundarstjóri
  • Opnun viðburðarins: Anna Hallberg, samstarfsráðherra norrænna málefna í Svíþjóð
  • Kveðja frá Norðurlandaráði – Gunilla Carlsson, (S) Norðurlandaráð

Pallborðsumræður

  • Pallborðsumræður með sendiherrum Norðurlanda í Svíþjóð
    • Vibeke Rovsing Lauritzen, Danmörku
    • Liisa Talonpoika, Finnlandi
    • Christian Syse, Noregi
  • Vangaveltur um pallborðsumræðurnar: Annette Holmberg-Jansson, samstarfsráðherra, Álandseyjum
  • Lokaorð: Fundarstjóri

Fundarstjóri og skipuleggjandi: Sharon Jåma