Endurhæfing í Finnlandi
Endurhæfing hjálpar fólki að lifa með sjúkdómi eða veikindum, halda áfram að vinna eða komast aftur út á vinnumarkaðinn. Endurhæfing er ávallt það fyrsta sem skal reyna þegar vandamál koma upp í sambandi við starfsgetu.
Þær leiðir til endurhæfingar sem eru í boði á vegum finnsku almannatryggingastofnunarinnar (Kansaneläkelaitos eða Kela) eru starfsendurhæfing, læknisfræðileg endurhæfing, sem getur verið afar krefjandi, endurhæfing gegnum sálfræðimeðferð og valkvæð endurhæfing. Kela býður einnig upp á starfsendurhæfingu fyrir ungt fólk á aldrinum 16–29 ára sem ekki á við veikindi að stríða. Kela getur greitt endurhæfingarlífeyri fyrir tímabil endurhæfingar sem fram fer á vegum heilsuverndar á vinnustöðum, sveitarfélaga eða Kela.
Fyrir utan Kela er einnig hægt að sækja endurhæfingu hjá meðal annars opinbera heilbrigðiskerfinu í Finnlandi, heilsuvernd vinnustaða, félagsþjónustu sveitarfélaganna og ýmsum samtökum.
Starfstengdir lífeyrissjóðir í Finnlandi standa einnig fyrir starfsendurhæfingu. Þegar sótt er um örorkubætur vegna skertrar starfsgetu kanna starfstengdu lífeyrissjóðirnir ávallt hvort umsækjandi eigi rétt á endurhæfingu. Stofnunin sem þú sækir um hjá getur veitt þér upplýsingar um hvar þú getur sótt um endurhæfingu.
Hafir þú lent í slysi, svo sem vinnuslysi eða umferðarslysi, eða ef þú þjáist af atvinnusjúkdómi, þá sér tryggingafélagið vanalega um að koma þér í starfsendurhæfingu.
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.