Sjúkradagpeningar í Finnlandi

Flytji einstaklingur til Finnlands á meðan hann þiggur sjúkradagpeninga frá öðru ESB/EES-landi eða Sviss, borgar landið sem flutt er frá yfirleitt út greiðslutímabilið.
Sé flutt á sjúkradagpeningatímabili frá Finnlandi til annars ESB/EES-lands eða Sviss verða sjúkradagpeningar greiddir áfram frá Finnlandi þrátt fyrir flutninginn.
Atvinnusjúkdómar og vinnuslys
Vinnuveitanda ber skylda til að tryggja starfsfólk sitt fyrir vinnuslysum. Allir launþegar eru tryggðir fyrir slysum og atvinnusjúkdómum sem verðs á vinnutíma eða hljótast af kringumstæðum tengdum vinnunni. Sérstakt kerfi er fyrir bætur vegna slysa sem henda námsmenn í starfsþjálfun. Í Finnlandi eru 13 tryggingafyrirtæki sem sjá um lögbundnar slysatryggingar.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.