Leikskólar í Noregi

Børnepasning i Grønland
Hér geturðu lesið um leikskólavist, hvernig þú sækir um og hvað það kostar að vera með barn í leikskóla.

Á barnið þitt rétt á leikskólavist?

Börn á aldrinum eins árs til fimm ára geta verið í leikskóla. Leikskólinn er valfrjáls og börn eiga þess kost að dvelja þar meðan foreldrar eru í vinnu eða skóla. Sveitarfélögin sjá um rekstur leikskóla í Noregi en auk þess starfa einkareknir leikskólar.

Barn sem á að byrja í leikskóla þarf að eiga lögheimili í Noregi.

Barn á rétt á leikskólavist í því sveitarfélagi sem það er búsett ef sótt er um á réttum tíma miðað við umsóknarfrest sem sveitarfélagið setur. Barn sem verður eins árs fyrir ágústlok sama ár og sótt er um leikskólavist á rétt á plássi frá ágústmánuði. Ef barnið verður eins árs í september, október eða nóvember á sama ári og sótt er um leikskólavist á barnið rétt á plássi fyrir lok þess mánaðar sem barnið verður eins árs.

Ef dvölin í landinu er tímabundin skaltu hafa samband við sveitarfélagið eða einkarekna leikskóla til að kanna hvort fyrir hendi séu laus pláss.

Hvernig sækirðu um leikskólavist?

Þú sækir um leikskólavist fyrir barnið með því að útfylla umsóknareyðublað sem fást í einkareknu leikskólunum eða hjá sveitarfélaginu þar sem þú býrð. Flestir sækja um rafrænt gegnum vefgátt sveitarfélagsins. Umsóknarfresturinn er mismunandi en rennur oftast út í kringum 1. mars.

Nánari upplýsingar um dagsetningar vegna umsóknar um leikskóla veitir sveitarfélagið sem þú býrð í eða flytur til. Þú verður að þiggja leikskólaplássið áður en fresturinn rennur út.

Hvað kostar leikskólavist og er hægt að fá hana niðurgreidda?

Það er nokkuð mismunandi hversu mikið greitt er fyrir leikskólavist. Samþykkt hefur verið hámarksverð sem foreldrar eiga að greiða fyrir heils dags leikskólavist. Hámarksverið er endurskoðað árlega á Stórþinginu. Ofan á leikskólagjaldið getur hugsanlega bæst við fæðiskostnaður.

Afsláttur er veittur þegar systkini eru í leikskóla í sama sveitarfélagi. Gjaldið er einnig tekjutengt og því getur láglaunafólk fengið afslátt. Best er að hafa samband við þann leikskóla sem þú ætlar að sækja um eða sveitarfélagið þar sem þú býrð til að fá nánari upplýsingar um verð.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna