Sjúkradagpeningar í Noregi

Norske sykepenger
Hér geturðu lesið um reglur um sjúkradagpeninga í Noregi.

Hvað eru sjúkradagpeningar?

Þá átt rétt á sjúkradagpeningum ef þú átt við veikindi eða meiðsl að stríða, ert óvinnufær vegna veikinda og tekjur þínar eru skertar eða engar.

Hvenær á launamaður rétt á sjúkradagpeningum í Noregi?

Meginreglan er sú að þú eigir rétt á sjúkradagpeningum ef þú hefur náð að starfa í Noregi í fjórar vikur en ert óvinnufær vegna veikinda eða meiðsla. Þú getur einnig átt rétt á sjúkradagpeningum þrátt fyrir að þú sért ekki launamaður. Hér að neðan er yfirlit yfir hópa sem geta átt rétt á sjúkradagpeningum.

Ef þú vinnur sem einyrki eða sjálfstætt starfandi

Ef þú hefur haft reglulegar tekjur af störfum þínum geturðu átt rétt á sjúkradagpeningum. Ef þú ert óvinnufær þarftu sjúkravottorð frá lækni. Ef þú ert ekki tryggð/ur áttu ekki rétt á sjúkradagpeningum fyrr en 16 dagar eru liðnir frá því að þú slasaðist eða meiddist. Greiðsla sjúkradagpeninga hefst á 17. veikindadegi.

Ef þú ert atvinnulaus

Meginreglan er sú að ef þú átt rétt á sjúkradagpeningum ef þú ert á atvinnuleysisbótum. Veikindin koma í veg fyrir að þú getir leitað að vinnu og þess vegna bæta sjúkradagpeningar missi á atvinnuleysisbótum.

Ef þú þiggur örorkubætur meðfram vinnu geturðu átt rétt á sjúkradagpeningum ef þú veikist. 

Ef þú stundar nám

Ef þú stundar nám og vinnur með náminu geturðu átt rétt á sjúkradagpeningum ef þú veikist. NAV metur hvort læknisfræðileg skilyrði séu uppfyllt. 

Ef þú býrð annars staðar á Norðurlöndum en starfar í Noregi

Ríkisborgarar frá Norðurlöndum og EES-löndum geta átt rétt á sjúkradagpeningum ef þeir verða óvinnufærir vegna meiðsla eða veikinda eftir að hafa náð að vinna í meira en fjórar vikur. Vinna í öðru EES-landi getur talist með áunnum réttindum. 

Ef þú dvelur í útlöndum

Meginreglan er sú að þú getur ekki fengið sjúkradagpeninga ef þú dvelur í útlöndum. Frá þessu eru nokkrar undantekningar en þær þarftu að kanna hjá NAV áður en þú ferð úr landi.

Hvað áttu rétt á mörgum veikindadögum?

Meginreglan er sú að þú getur fengið sjúkradagpeninga í eitt ár.

Hvernig sækirðu um sjúkradagpeninga í Noregi?

Þú þarft að geta vottað hvers vegna þú ert óvinnufær hvort sem þú tilkynnir veikindin sjálf/ur eða færð sjúkravottorð. Sem launamaður geturðu tilkynnt sjálf/ur um veikindi.

Ef tilkynningartíminn liðinn eða ef þú ert sjálfstætt starfandi geturðu beðið lækni um sjúkravottorð. NAV afgreiðir veikindatilkynningar rafrænt.

Hvað gerist ef þú ert frá vinnu vegna langtímaveikinda eða ólæknandi sjúkdóms?

Sjúkradagpeningar eru greiddir í eitt ár. Ef þú ert í leyfi vegna langtímaveikinda þarftu samt sem áður að vinna náið með vinnustaðnum, lækni og NAV að því að komast sem fyrst aftur til starfa. Ef þú ert launamaður ber atvinnurekandinn meginábyrgð á því að fylgja þér eftir og gera áætlun um hvernig þú kemst aftur til starfa. Ef þú starfar ekki hjá atvinnurekanda sér NAV um þessi mál.

Ef þú ert enn óvinnufær að ári liðnu geturðu átt rétt á greiðslum, til að mynda endurhæfingarbótum eða örorkubótum. NAV úrskurðar hvaða bætur eiga við þínar aðstæður.

Hvaða reglur gilda um atvinnumeiðsl eða atvinnusjúkdóm?

Ef veikindi þín eða meiðsl má rekja til aðstæðna á vinnustaðnum og þau hafa verið viðurkennd sem atvinnuskaði getur þú átt rétt á bótum samkvæmt hagstæðari reglum en ella. Atvinnurekandinn þarf að senda tilkynningu til NAV eigi síður en einu ári eftir að skaðinn varð.

Hvar geturðu fengið svar við spurningum?

Hafðu samband við NAV ef þú ert með spurningar um sjúkradagpeninga.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna