Stéttarfélög í Finnlandi

Ammattiliitot Suomessa
Hér er sagt frá finnskum stéttarfélögum sem standa vörð um hagsmuni launafólks í m.a. málum sem varða launakjör og starfsskilyrði. Finnsk stéttarfélög halda líka úti svokölluðum atvinnuleysissjóðum og er aðildargjald að slíkum sjóði oftast innheimt í tengslum við aðildargjald stéttarfélagsins.

Stéttarfélög

Langflest stéttarfélög í Finnlandi tilheyra einu af þremur stórum landssamböndum stéttarfélaga í landinu. Þú finnur þitt stéttarfélag gegnum viðeigandi samband stéttarfélaga.

  • SAK, Landssamband finnskra stéttarfélaga (m.a. starfsfólk í iðnaði, byggingar- og flutningageira, þjónustustörfum, umönnunarstörfum og opinberum geira)
  • STTK, Landssamband stéttarfélaga fagfólks í Finnlandi (m.a. starfsfólk í iðnaði og þjónustustörfum, embættismenn hjá ríki og sveitarfélögum, starfsfólk í heilbrigðisgeira og hjá kirkjulegum söfnuðum)
  • AKAVA, Vinnumarkaðssamband háskólamenntaðra í Finnlandi (m.a. kennarar, læknar, hagfræðingar, lögfræðingar, verkfræðingar)

Atvinnuleysissjóðir

Til að fá aðild að finnskum atvinnuleysissjóði skal hafa samband beint við slíkan sjóð. Upplýsingar um hvernig hafa má samband við slíka sjóði má finna á heimasíðu Sambands finnskra atvinnuleysissjóða.

Alla jafna átt þú aðild að atvinnuleysissjóði í landinu sem þú starfar í eða því landi hvers lög og reglur eiga við í þínu tilviki. Ólíkt mörgum öðrum sambærilegum stofnunum í Finnlandi getur atvinnulaust fólk stofnað til aðildar að atvinnuleysissjóði, að því gefnu að það hafi nýverið flutt til Finnlands frá öðru norrænu landi og sæki um aðild innan tveggja vikna frá flutningi. Þá þarf að senda með umsókninni eyðublað U1 frá fyrri atvinnuleysissjóði eða því landi sem umsækjandi var áður almannatryggður í, þar sem fyrri tímabil atvinnuleysistryggingar í ESB- eða EES-löndum eru skráð. Um leið og óskað er eftir þessu eyðublaði lýkur aðild viðkomandi að fyrri atvinnuleysissjóði. Nánari upplýsingar veitir atvinnuleysissjóður á þínu starfssviði eða Samband finnskra atvinnuleysissjóða.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna