Stéttarfélög í Finnlandi

Stéttarfélög standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna og eru málsvarar vinnandi fólks, t.d. í málum sem varða launakjör og starfsskilyrði.
Langflest stéttarfélög í Finnlandi heyra undir eitt af þremur stórum landssamböndum stéttarfélaga í landinu. Þú finnur þitt stéttarfélag gegnum viðeigandi samband stéttarfélaga.
- SAK, Landssamband finnskra stéttarfélaga (starfsfólk í iðnaði, byggingar- og flutningageira, þjónustustörfum, störfum á velferðarsviði og í opinberum geira)
- STTK, Landssamband stéttarfélaga fagfólks og embættismanna í Finnlandi (yfirmenn í iðnaði og þjónustustörfum, embættismenn hjá ríki og sveitarfélögum, starfsfólk í heilbrigðisgeira og hjá kirkjulegum söfnuðum)
- AKAVA , Vinnumarkaðssamband háskólamenntaðra í Finnlandi (kennarar, læknar, hagfræðingar, lögfræðingar, verkfræðingar)
Félagsmenn í stéttarfélagi eru tryggðir hjá atvinnuleysistryggingasjóði, en hægt er að eiga aðild að sjóðnum án þess að vera í stéttarfélagi. Nánari upplýsingar um atvinnuleysistryggingasjóði eru á síðunni Atvinnuleysisbætur í Finnlandi.
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.