Hans Wallmark, forseti Norðurlandaráðs 2019

Hans Wallmark
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Hans Wallmark hefur verið kjörinn forseti Norðurlandaráðs árið 2019.

Hans Wallmark hefur setið á sænska þinginu frá árinu 2006 fyrir flokk hófsamra (Moderaterna). Hann er þingmaður í flokksstjórn Moderaterna, varaformaður í utanríkismálanefnd flokksins og talsmaður flokksins í utanríkismálum. Hann er formaður flokkahóps hægrimanna í Norðurlandaráði.

Wallmark tók við embætti forseta Norðurlandaráðs í tengslum við fund forsætisnefndar í júní. Hann tekur við af Jessicu Polfjärd, sem sagði af sér embætti þegar hún var kjörin á Evrópuþingið. 

Í forsetatíð sinni vill Hans Wallmark einkum starfa að málefnum lýðræðisins, en það svið gegnir einnig lykilhlutverki í formennskuáætlun Svíþjóðar fyrir árið 2019.