Heilbrigði og velferð á Norðurlöndum
Lífslíkur
Lífslíkur eru meðal þeirra heillbrigðisvísa sem notaður er hvað mest. Á Norðurlöndum eru lífslíkur fremur háar og Grænland er eina landið þar sem lífslíkur eru undir meðaltali í Evrópu. Konur lifa lengur en karlar á öllum Norðurlöndum.
Væntanlegar lífslíkur við fæðingu
Dagvist barna
Fyrirkomulag dagvistar barna á Norðurlöndum er meðal þess sem best þekkist í heiminum. Þetta birtist í háu hlutfalli barna á dagvistarstofnunum. Aðgengi að góðri dagvist fyrir börn á viðráðanlegu verði gerir vinnandi foreldrum, ekki síst mæðrum, kleift að stunda vinnu og sameina fjölskyldu- og vinnulíf.
3-5 ára á dagvistarstofnunum. % af aldurshópnum
Tilfinning fyrir heilbrigði
Á Norðurlöndum er tilfinning íbúa fyrir heilbrigði sínu tiltölulega nálægt meðaltali innan ESB. Svíþjóð er undantekning frá þessu en þar finnst færra fólki alvarlegur heilbrigðisvandi hamla venjulega virkni þess. Ísland er á hinum endanum en þar telur tiltölulega margt fólk heilbrigðisvanda sinn hamlandi.
Tilfinning fyrir því að alvarlegur heilbrigðisvandi sé hamlandi (eldri en 16 ára)
Frekari upplýsingar um heilbrigði og velferð
Í Norræna tölfræðigagnagrunninum er að finna tölfræði um:
Heilbrigði, þar með talið hömlun á virkni, fjarvistir, dánarorsök, útgjöld til heilbrigðismála, sjúkrahús, heilbrigðisstarfsfólk, líkur á sjúkdómum og lífslíkur.
Félagslegar aðstæður og tekjur þar sem finna mál upplýsingar um dagvist barna, tekjur, fátækt og félagslega vernd.
Frekari upplýsingar og tölur um heilbrigðismál og félagslega vernd á Norðurlöndum má finna á upplýsingasíðu Nomesco og Nososcos
Hjá Norrænu velferðarmiðstöðinni má finna greiningar og upplýsingar um þróun á sviði velferðarmála á Norðurlöndum.
Í ritinu State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræði um samfélögin í norrænu löndunum með svæðisbundinni nálgun.