Menning á Norðurlöndum
Opinber útgjöld til menningarmála
Á Norðurlöndum er tiltölulega háu hlutfalli opinberra útgjalda varið til menningarstarfs. Menningarstarf er í sérstökum forgangi á Íslandi þar sem háu hlutfalli opinberra framlaga, miðað við verga þjóðarframleiðslu, er varið til menningarmála. Þróunin hefur verið mismunandi í löndunum, þó er tilhneigingin sú að framlög til menningarmála hækki hlutfallslega.
Opinber útgjöld til menningarmála. Hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu
Atvinnuþátttaka
Á Íslandi starfar einnig flest fólk á sviði menningarmála. Annað sem einkennir menninguna er að hærra hlutfall kvenna en karla starfar að þessum málum.
Hlutfallsleg atvinnuþátttaka á sviði menningar miðað við almenna atvinnuþátttöku.
Kvikmyndahús
Enn er vinsælt að fara í kvikmyndahús. Íslendingar eru með norrænt met, fara 3,4 sinnum í kvikmyndahús á ári. Svíar eru á hinum enda skalans, þar sem íbúarnir fara 1,5 sinnum í kvikmyndahús að meðaltali.
Heimsóknir í kvikmyndahús miðað við höfðatölu 2019.
Frekari upplýsingar um menningarmál
Í norræna tölfræðigagnagrunninum um um menningarmál er að finna talnagögn um fjölda bókasafna, útgefnar bækur, kvikmyndahús, leikhús, stöðugildi í menningargeira og opinber útgjöld til menningarmála.
Fleiri greiningar og úttektir má finna hjá Kulturanalys Norden, norrænni þekkingarmiðstöð sem greinir jafnt og þétt strauma og áhrif menningarstefnu á Norðurlöndum, það er Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð ásamt sjálfstjórnarsvæðunum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Í greiningunum er fjallað um ýmsa þætti út frá menningarlegum sjónarhornum og tengdum talnagögnum.
Í State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræðigögn um samfélög Norðurlanda út frá norrænu sjónarhorni.