Samíski fáninn

Samisk flag

Byrjað var að nota samíska fánann árið 1986, en hann var ekki viðurkenndur sem opinber fáni fyrr en þann 15. ágúst 1992. Samíski fáninn er notaður af Sömum í Lapplandi, en svæðið nær til Norður-Noregs, Norður-Svíþjóðar, Norður-Finnlands og lítils hluta Rússlands. Astrid Båhl hannaði fánann.

Rauði hluti hringsins táknar sólina og sá blái táknar tunglið. Rauði, blái, græni og guli liturinn eru sóttir í samíska þjóðbúninginn. Græni liturinn táknar náttúruna, blái liturinn vatnið, sá rauði eldinn og guli liturinn sólina.

Opinberi guli liturinn er pantone 116C sem samsvarar nokkurn veginn eftirfarandi stafrænum litum: 

R:255 G:206 B:0 

C:1 M:18 Y:100 K:0

 

Opinberi blái liturinn er pantone 286C sem samsvarar nokkurn veginn eftirfarandi stafrænum litum: 

R:0 G:53 B:173

C:100 M:83 Y:6 K:2

 

Opinberi græni liturinn er pantone 356C sem samsvarar nokkurn veginn eftirfarandi stafrænum litum:

R:0 G:114 B:41

C:100 M:28 Y:100 K:19

 

Opinberi rauði liturinn er pantone 485C sem samsvarar nokkurn veginn eftirfarandi stafrænum litum:

R:220 G:36 B:31 

C:8 M:98 Y:100 K:1

Heimild: