Hægt að gera betur í endurvinnslu plasts á Norðurlöndum

02.06.14 | Fréttir
Resirkulering og farlig avfall
Photographer
Silje Bergum Kinsten/ norden.org
Norræna ráðherranefndin hefur gefið út þrjár nýjar skýrslur þar sem fjallað er um leiðir til að bæta fyrirkomulag söfnunar, flokkunar og endurvinnslu plastúrgangs á Norðurlöndum. Samtals 700 þúsund tonnum af plasti er hent sem blönduðum úrgangi á hverju ári í löndunum.

„Til að ná markmiðum um aukningu í endurvinnsli á plasti þarf að taka alla virðiskeðjuna með í reikninginn.  Við ættum að hanna og framleiða plastvörur án þess að nota skaðleg efni og með endurvinnslu í huga. Við þurfum líka að bæta fyrirkomulag söfnunar og flokkunar og örva markað fyrir endurunnin plastefni,“ segir Sanna Due Sjöström, formaður norræna úrgangshópsins sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina.

Skýrslan „Collection and recycling of plastic waste“ fjallar um fyrstu skrefin að bættu fyrirkomulagi söfnunar og endurvinnslu plastúrgangs á Norðurlöndum. Í skýrslunni er sjónum beint að þremur gerðum úrgangs: plastumbúðum, litlum plasthlutum og fyrirferðarmiklum plastúrgangi.

Skýrslan „Guideline for plastic sorting at recycling centres“ á að auðvelda stjórnendum svæðisbundinna endurvinnslustöðva að safna vandaðra plasti og í meira magni. Í henni er gerð grein fyrir hugsanlegum endurvinnsluflokkum plasts og gefin góð ráð um skipulag söfnunar og flokkunar á endurvinnslustöðvunum.

„Á hverju ári er 65 þúsund tonnum af plasti brennt á svæðisbundnum endurvinnslustöðvum. Betra flokkunarkerfi á stöðvunum myndi leiða til umtalsverðrar aukningar í endurvinnslu á plasti,“ segir Due Sjöström.

Loks ber að nefna skýrsluna „Plastic value chains – Case WEEE (Waste electric and electronic equipment)“, en samkvæmt henni mætti stórauka endurvinnslu á plastefnum úr rafrænum úrgangi á Norðurlöndum. Lykilatriðið er að geta borið kennsl á skaðleg efni og kunna að vinsa þau úr. Þrátt fyrir nothæfa endurvinnslutækni er endurunnið plast vel undir 30 prósentum heildarmagns af plastúrgangi.

Plastic at Recycling Centres, Background: Background report, phase 1

Plastic value chains: Case: WEEE (Waste Electric and electronic equipment) in the Nordic region

Collection & recycling of plastic waste: Improvements in existing collection and recycling systems in the Nordic countries

Aðdragandi

Skýrslurnar eru liður í átaksverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um grænan hagvöxt.  Greiningin mun nýtast í því starfi sem nú fer fram í því skyni að auka endurvinnslu á plasti á Norðurlöndum. Frekari niðurstöður verða birtar í lokaskýrslum um verkefnið í árslok 2014.

Skýrslurrnar voru unnar af Østfoldforskning (NO), IVL Svenska Miljöinstitutet (SE), VTT – Finnsku tæknirannsóknastofnuninni, Álaborgarháskóla í Danmörku, íslenska fyrirtækinu Environice og Cowi (SE / DK / NO).