Launamunur kynjanna á að fara úr 15 prósentum í 0

10.04.18 | Fréttir
Karen J Klint
Ljósmyndari
Mikael Carboni Kelk
Norræna velferðarnefndin vinnur að því að koma á fót samnorrænni jafnlaunavottun sem ætlað er að loka launabilinu milli kvenna og karla en það er nú 15 prósent.

„Jöfn staða kynjanna er ein af grunnstoðum norræna velferðarlíkansins. Það nær einnig til metnaðar okkar til að ná fram launajafnrétti á vinnumarkaði sem er í pólitískum forgangi hjá Norrænu velferðarnefndinni,“ sagði Karen J. Klint, fulltrúi í nefndinni, á fundi Norðurlandaráðs 10. apríl á Akureyri. Tillagan um að forgangsraða launajafnrétti kemur frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði. Þaðan komu þau tilmæli að norrænu ríkisstjórnirnar legðu áherslu á jafnrétti á vinnumarkaði í breiðum skilningi. Til dæmis með tilliti til aldurs, kynhlutverks, búsetu og trúar. Og að laun verði jöfn milli kynja. 

Ísland gengur á undan – Norðurlöndin fylgja í kjölfarið.

Á Íslandi hefur um árabil verið til valfrjáls jafnlaunavottun sem atvinnurekendur hafa átt þess kost að nýta. Um síðustu áramót lögfesti íslenska ríkisstjórnin þessa vottun. Reynslan frá Íslandi var tekin til umfjöllunar Norrænu velferðarnefndarinnar. Á fundi dagsins ákvað nefndin að leggja fyrir Norrænu ráðherranefndina að hún mæli með því á þingi sínu sem haldið verður í Ósló í Noregi síðar á þessu ári, að innleitt verði að sameiginleg jafnlaunavottun verði notuð sem verkfæri í norrænu ríkjunum. 

Reynsla festir rætur og hefur áhrif á starfið

Þrátt fyrir að Norðurlöndin hafi unnið að jafnrétti kynjanna hvert fyrir sig síðustu 100 árin og saman síðustu 40 árin er enn nokkuð í land. Skýrslan Norrænar hagtölur 2017 er sönnun þessa en í henni kemur fram að karlar fá að meðaltali 15 prósent hærri laun en konur. „Metnaður okkar stendur til að þessi munur upp á 15 prósent verði 0,“ segir Helge André Njåstad en bendir jafnframt á að það verði ekki að veruleika á einni nóttu. Reynslan sýnir að ýmsar hindranir eru í vegi. Þær felast meðal annars í því að laun eiga sér djúpar rætur í skipulagi vinnumarkaðarins og ýmsum öðrum aðstæðum sem máli skipta. Dæmi um þetta er að konur eru oft ráðnar í störf þar sem greidd eru lægri laun en í störfum sem karlmenn gegna.   

Í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Starf Norrænu velferðarnefndarinnar að jafnlaunavottunarverkefninu er í samræmi við 2030 áætlun Norðurlandanna sem tengist sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í Dagskrá 2030; 8. markmiði þar sem fjallað um mannsæmandi laun og hagvöxt og 5. markmiði c. Sem tekur til sjálfstæðis kvenna. 

Tengiliður