„Mennta þarf allan skógræktargeirann til þess að takast á við elda“

27.04.19 | Fréttir
skog brinner
Photographer
Matt Howard - Unsplash
Í fyrra geisuðu alls 11.000 skógareldar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð – þetta voru afdrifaríkar afleiðingar sumarhitanna. Norrænn vinnuhópur hefur síðan unnið að því að taka saman ráðleggingar til ríkisstjórnanna um það hvernig koma megi í veg fyrir neyðarástand á borð við þetta í skógræktageiranum. Skógareldar síðustu vikna í Suður-Svíþjóð og Suður-Noregi hafa sýnt hversu aðkallandi þessi vinna er. „Við sjáum nú, heldur fyrr en við áttum von á, sönnun þess að við megum ekki sofna á verðinum,“ segir Maria Tunberg sem er í norræna vinnuhópnum um skógrækt og veðuröfgar.

Í fyrrasumar urðu loftslagsbreytingarnar áþreifanlegar í norrænni grunnframleiðslu í fyrsta sinn. 
Í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi urðu mikil afföll af heyjum vegna þess að tún þurrkuðust upp. Þetta leiddi mikilla erfiðleika bæði hjá kjöt- og mjólkurbændum.

Búist við áframhaldandi veðuröfgum 

Í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi þurfti auk þess að takast á við mikla aukningu elda og gríðarlega aukningu brunasvæða.

Í Finnlandi geisuðu 2000 eldar, 1000 í Noregi og 8000 í Svíþjóð. 
Tjónið á skógum er í Svíþjóð er metið á 900 milljónir sænskra króna.

Í Noregi er áætlað að skógareldatímabilið hafi kostað 80-100 milljónir króna meira en í venjulegu ári.
Vegna þessa neyðarástands hittust norrænir ráðherrar sem bera ábyrgð á skógrækt og landbúnaði í Stokkhólmi í september og ræddu hvernig löndin geta búið sig sameiginlega undir þær veðuröfgar sem vænta má.

Viðbragðshópurinn skilar af sér

Ráðherrarnir ákváðu að koma á fót viðbragðshópi sem skiptist upp í tvo vinnuhópa. Verkefni þeirra er að greina hvernig löndin geta sameiginlega byggt upp viðnám við veðuröfgum framtíðarinnar í skógrækti og landbúnaði. Skýrslur hópanna eru nú að verða tilbúnar. Maria Tunberg hefur stýrt vinnunni við að taka saman reynslu norrænu landanna af skógareldum. 

„Við höfum farið í gegnum umfang eldanna og efnahagsleg áhrif þeirra í hverju landi fyrir sig. Við höfum tekið saman hvernig hvert og eitt land skipulagði sig og tókst á við eldana í fyrra. Mikilvægur liður í þekkingaröfluninni er að deila reynslu milli landanna.“ 

Mennta þarf fleiri hópa

Öll norrænu ríkin veita björgunarfólki sínu menntun í viðbrögðum við skógarelda.

Svíþjóð og Noregur benda þó á að þörf sé bæði á meiri menntun og fleiri æfingum í því hvernig bregðast skuli við skógareldum.
Vinnuhópurinn stingur upp á að aukinn verði menntun á sviði skógarelda fyrir björgunarfólk og herinn en einnig fyrir marga aðra hópa, svo sem félagasamtök, landeigendur, skógræktarbændur, skógræktarráðunauta og skógfræðinema.

Sameiginlegt áhættumat

„Okkur finnst vandi felast í að þeir sem þekkja til skóganna hafa ekki alltaf þá hæfni sem þyrfti þegar kemur að skógareldum. Þeir sem eiga skógana, skipuleggja þá og nýta verða að hafa þekkingu á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir eld og hvernig eigi að bregðast við eftir að slökkvistarfi lýkur,“ segir Maria Tunberg.


Aðalmarkmiðið er að draga úr líkum á því að eldar kvikni. Ein leið til þess að styrkja viðbúnaðinn er að byggja upp sameiginlegt kerfi til þess að meta áhættu og viðkvæmni. 


„Við leggjum til að upplýsingaflæði milli þeirra sem vinna við skógrækt og þeirra sem vinna við viðbúnað fari í formlegan samnorrænan farveg.“ 

Mismunandi staðlar á kortum og búnaði

Sumarið 2018 hjálpuðust mörg ríkið að í baráttunni við skógarelda í Svíþjóð í samstarfi sem hingað til er það umfangsmesta í Evrópu.
Reynslan af þessari aðgerð sýnir meðal annars að staðla þarf búnað og samræma kort til þess að aðgerðir sem þessar verði skilvirkari. Til dæmis pössuðu danskar og sænska vatnsslöngur ekki alltaf saman og björgunarfólk frá nágrannalöndunum átti í erfiðleikum með að túlka merkingar á kortum. 


„Reynslan af aðgerðunum sýnir að á Norðurlöndum þurfum við að verða betri í því að taka við alþjóðlegri aðstoð.“ 
Skýrslan kemur út í sumar og strax í kjölfarið verður hún afhent norrænum ráðherrum sem bera ábyrgð á skógrækt og landbúnaði.