Norðurlönd búa sig undir nánara Evrópusamstarf í orkumálum

10.11.15 | Fréttir
Yfirlýsing af fundi orkumálaráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn 10. nóvember 2015. Á hundrað ára afmæli fyrstu raflínunnar milli Svíþjóðar og Danmörku beindu orkumálaráðherrar Norðurlanda sjónum sínum að Evrópu og ræddu samspil orkumálasamstarfs Norðurlanda annars vegar og Orkusambands ESB hins vegar, en hið síðarnefnda hefur meðal annars lagt áherslu á hlutverk svæðisbundins samstarfs í Evrópu.

Samstarf Norðurlanda á áfram að byggja á trausti og samstöðu og beita sér fyrir loftslagsvænum og grænum vexti, samkeppnishæfni og afhendingaröryggi.  Norðurlöndin standa sterkt á þessum sviðum og geta notað þau til að marka sér stöðu á alþjóðavettvangi. Það er einnig mikilvægt fyrir atvinnulíf Norðurlanda

Ráðherrarnir lýstu því yfir í tengslum við fundinn að halda þurfi áfram að samræma og efla raforkumarkað Norðurlanda þannig að hægt verði að höndla síaukið magn endurnýjanlegrar orku í raforkurkerfinu og að skilvirkur raforkumarkaður Norðurlanda, sem byggir á markaðskerfi, geti stuðla að samhæfingu evrópska markaðarins. Ráðherrarnir bentu á mikilvægi þess í ljósi þróunarinnar í Evrópu að flutningsfyrirtæki raforku (TSO) móti net- og kerfisáætlanir frá norrænum sjónarhóli sem verði tilbúnar árið 2017 og að norræn yfirvöld á þessu sviði móti framkvæmdaáætlun fyrir árið 2016 til að takast á við raforkuskort. 

Ráðherrarnir lýstu mikilli ánægju með samtölin við Maroš Šefčovič, varaformann framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem gerði grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmd Orkusambandsins og fögnuðu því að mikil þörf væri á að Norðurlönd létu til sína taka og miðluðu af reynslu sinni varðandi svæðisbundið samstarf í Evrópu. 

Samstarf norrænna yfirvalda um markaðseftirlit með orkutengdum vörum, Nordsyn, er einnig hægt nota sem góða fyrirmynd í Evrópu. Þannig fæst meira fyrir peningana og hægt er að hafa betra eftirlit með því sem kemur á markaðinn en þegar löndin starfa hvert í sínu lagi. Ráðherrarnir lýstu stuðningi við að Norðurlöndin haldi áfram Nordsyn-samstarfinu á komandi árum. Þeir telja að það komi atvinnulífinu og neytendum til góða og hjálpi til við að ná markmiðum í orku- og loftslagsmálum.

Ráðherrarnir lýstu ánægju sinni með að Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs hafi verið veitt fyrir viðleitni Færeyinga til að nota grænar lausnir í orkukerfi á eyju. Þá reynslu er einnig hægt að nýta víðar um heim.  

Ráðherrarnir eru ánægðir með að Norrænar orkurannsóknir veiti verulega styrki til stuðnings leitinni að nýjum, umhverfisvænum orkutæknilausnum og vinni ötullega að því að koma auga á og kynna þau svið þar sem Norðurlönd standa sterkt. Það er til dæmis gert í tengslum við COP21 með því að greina og segja frá árangri Norðurlanda við samþættingu raforkumarkaða sem hefur gert af verkum að meiri rúm er fyrir endurnýjanlega orku í raforkunetunum og hefur leitt til þess að Norðurlönd hafa 25 ára forskot á aðra hluta heimsins hvað varðar koltvísýringslosun í raforkuframleiðslu.

Í næstu árum þurfa Norðurlönd að endurnýja innihald orkusamstarfsins. Ráðherrarnir telja að nú sé heppilegur tími til að gera ítarlega úttekt á stefnumótun í norrænu orkusamstarfi. Úttektin á að búa sjálfviljugt samstarf Norðurlanda undir að takast á við nýtt skeið með aukinni svæðisbundinni samþættingu í Evrópu.

Innan skamms verður skipaður virtur úttektaraðili með faglega þekkingu sem falið verður að gera tillögur um hvaða svið sé hentugast að starfa saman að í ljósi bindandi orkusamstarfs ESB, Orkusambandsins og nýja svæðisbundna samstarfsins í Evrópu. Ráðherrarnir hlakka til að ræða fyrstu niðurstöður úttektarinnar á ráðherrafundi næsta árs í Helsinki. 

Nánari upplýsingar

Fulltrúi formennsku Dana í Norrænu ráðherranefndinni: Lars Chr. Lilleholt, orku-, aðfanga- og loftslagsráðherra. Hafið samband við Jane Glinvad Kristensen skrifstofustjóra hjá Energistyrelsen, sími: +45 41284676, netfang: jgk@ens.dk. 

Fulltrúi Norrænu ráðherranefndarinnar: Dagfinn Høybråten. Hafið samband við Annika Rosing, sími: +45 21 71 71 14 netfang: anro@norden.org.