Norrænir orkumálaráðherrar auka samstarf sitt á evrópskum vettvangi

23.11.17 | Fréttir
Nordiskt energiministermöte
Photographer
Matts Lindqvist
Norrænu orkumálaráðherrarnir auka samstarf sitt um orkumál bæði á norrænum og evrópskum vettvangi. Framtíðarsýnin er að Norðurlönd verði áfram leiðandi í þróun í átt að grænu hagkerfi í samræmi við meginboðskap orkuskýrslu Jorma Ollila. Ráðherrarnir hyggjast einnig forgangsraða sérstaklega samnorrænum orkurannsóknum.

Á fundi sínum í Ósló 23. nóvember samþykktu ráðherrarnir nýja norræna samstarfsáætlun í orkumálum sem á að vísa veginn í norrænu samstarfi um orkumál næstu fjögur ár, 2018-2021. Í áætluninni birtist meðal annars sú framtíðarsýn að norrænu orkukerfin eigi að byggja á sterku, traustu og sveigjanlegu samstarfi og leggja grunn að grænu hagkerfi sem er það samþættasta og snjallasta í heimi, byggir á lágmarkslosun og stendur sterkt í samkeppni.

Á fundinum fjölluðu ráðherrarnir í fyrsta sinn um stefnumótandi úttekt um norrænt orkusamstarf til framtíðar sem fyrrverandi forstjóri Nokia, Jorma Ollila, hefur unnið að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Framtíðarsýnin fyrir norræna orkusamstarfið og hlutar af nýju samstarfsáætluninni byggja á þessari skýrslu.

Það eykur vægið að tala einum rómi, ekki síst þegar orkustefnan verður í vaxandi mæli Evrópuvædd og hnattvædd. Norðurlöndin eru sterkari þegar þau taka sameinaða afstöðu gagnvart einstökum málefnum.

Samvinna innan ESB og EES

Á grundvelli tillagna í skýrslunni ákváðu ráðherrarnir meðal annar að auka enn frekar samstarf sem snertir ESB og EES á sviði orkummála. Ráðherrarnir telja að samstarfið sé þegar gott en að hið fyrirhugaða orkubandalag ESB veiti frekari tækifæri til þess að auka samstarfið.

„Nú aukum við norræna orkusamvinnu til hagsbóta fyrir norræna borgara og fyrirtæki. Það eykur vægið að tala einum rómi, ekki síst þegar orkustefnan verður í vaxandi mæli Evrópuvædd og hnattvædd. Norðurlöndin eru sterkari þegar þau taka sameinaða afstöðu gagnvart einstökum málefnum,“ segir norski olíu- og orkumálaráðherrann, Terje Søviknes sem fer með formennsku norrænu orkumálaráðherranna á þessu ári.

Orkumálaráðherrarnir telja að alþjóðleg samkeppni á sviði grænnar orku muni aukast hratt og þess vegna sé nauðsynlegt að fylgjast vandlega með því á hvaða sviðum sé hagkvæmt fyrir Norðurlöndin að starfa saman til þess að takast á við úrlausnarefnin.

Áhersla lögð á rannsóknir

Eitt þeirra samstarfssviða sem ráðherrarnir lögðu sérstaka áherslu á á fundi sínum var rannsóknir. Ráðherrarnir tóku ákvörðun um að forgangsraða framvegis sérstaklega samnorrænum orkurannsóknum. Sú ákvörðun byggir á því að Norrænar orkurannsóknir, stofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, stuðli að því að sameina enn frekar en áður sameiginlegu rannsóknarfé.

Ráðherrarnir ákváðu einnig að samráðsfundir um raforkumarkaðinn og orkustefnu skyldu haldnir árlega. Markmiðið er að bæta orkusamstaf einstakra ríkja á Norðurlöndum og styrkja upplýsingamiðlun milli Norðurlanda með því að búa til vettvang þar sem framkvæmdaaðilar og stjórnarmálamenn hittast til að ræða brýn mál og norræna orkustefnu. Fyrsti fundurinn verður haldinn vorið 2018.

Formennska Svíþjóðar 2018

Á fundinum kynnti Ibrahim Baylan, samræmingar- og orkumálaráðherra Svíþjóðar, meginatriði forgangsröðunar Svía á næsta ári þegar Svíþjóð tekur við formennskunni í Norrænu ráðherranefndinni. Áhersla verður lögð á að þróa enn frekar hið skilvirka norræna orkusamstarf á grundvelli forgangsröðunar sem er fastmótuð í nýju samstarfsáætluninni.

Þróun norræna raforkumarkaðarins, endurnýjanlegrar orku, orkunýtingar og orkurannsókna verður áfram í forgangi undir formennsku Svía, sömuleðis þróuð umræða varðandi mismunandi ESB-ferli.

Alþjóðlegar orkuráðstefnur við Eyrarsund 2018

Ibrahim Baylan lýsti því einnig að hápunktur sænsku formennskunnar verði alþjóðlegar ráðstefnur orkumálaráðherra, Mission Innovation og Clean Energy Ministerial, sem haldnar verða á næsta ári í Malmö og Kaupmannahöfn.

„Það er afar gleðilegt að þessar mikilvægu alþjóðlegur ráðstefnur verði haldnar á Norðurlöndum. Við hlökkum til þess að geta á heimavelli á næsta ári átt samtal við orkumálaráðherra alls staðar að úr heiminum um sameiginlega ábyrgð á vinnunni við að leita sjálfbærra orkulausna til framtíðar. Á þessum vettvangi munum við einnig fá einstakt tækifæri til þess að markaðssetja norræna þekkingu á sviði orkutækni,“ segir Ibrahim Baylan.