Norrænt samstarf gegn hryðjuverkum

30.03.16 | Fréttir
Kristina Persson
Photographer
Piet Simonsen
Viku eftir að hræðileg hryðjuverk voru framin í Brussel voru fulltrúar norrænna borga samankomnir í Malmö í Svíþjóð til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir geti gerst á Norðurlöndum. Samstarfsnetið „Nordic Safe Cities“ var stofnað af samstarfsráðherrum Norðurlanda sem bein viðbrögð við þeim hryðjuverkum sem framin hafa verið í Evrópu á síðustu árum.

Þetta samstarfsnet borga var myndað að frumkvæði samstarfsráðherra Norðurlanda og markmið þess er að koma í veg fyrir útbreiðslu öfgastefnu í borgum okkar með því að stuðla að öryggi í nærsamfélögum.

„Þau viðurstyggilegu hryðjuverk sem við höfum orðið vitni að á Norðurlöndum, í Evrópu og öðrum heimshlutum fela í sér ógn við lýðræðið og valda sundrungu og klofningi í samfélögum okkar. Það er mikilvægt að við bregðumst við með aðgerðum sem vernda og efla fjölræði, jafnrétti og lýðræði í samfélögum okkar. Nordic Safe Cities er nýr og gagnlegur vettvangur til að skipta á reynslu, bestu starfsaðferðum og þekkingu þvert á landamæri,“ segir Kristina Persson, samstarfsráðherra Norðurlanda í Svíþjóð.

Nærsamfélagið gegnir lykilhlutverki

Fulltrúar borganna funduðu í fyrsta sinn í Malmö 29.-30. mars 2016.

„Þau hræðilegu ofbeldisverk sem framin voru í Brussel voru unnin af einstaklingum sem höfðu búið um langt skeið í Belgíu án þess að þeim fyndust þeir vera hluti af samfélaginu í landinu sem þeir bjuggu í. Það er lykilatriði að fá nærsamfélagið, staðbundin yfirvöld og borgaralegt samfélag til að taka höndum í því skyni að koma í veg fyrir jöðrun," segir Persson.

„Þau viðurstyggilegu hryðjuverk sem við höfum orðið vitni að á Norðurlöndum, í Evrópu og öðrum heimshlutum fela í sér ógn við lýðræðið og valda sundrungu og klofningi í samfélögum okkar. Það er mikilvægt að við bregðumst við með aðgerðum sem vernda og efla fjölræðið, jafnréttið og lýðræðið í samfélögum okkar.

Fjölþjóðlegt samstarf

Borgirnar sem taka þátt í Nordic Safe Cities eru hluti af áætlun í umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar. Hugmyndin er að borgirnar noti samstarfsnetið til að móta aðgerðir á ákveðnum sviðum, vinna að sameiginlegum viðfangsefnum og sækja sér þekkingu og hugmyndir frá vísindamönnum, sérfræðingum, borgaralegu samfélagi og vinnufélögum þvert á landamæri.

„Pólitískar aðgerðir og samstarf þvert á landamærin er lykilatriði í baráttunni gegn hryðjuverkum. Það er ekki síst mikilvægt að berjast gegn félagslegri útskúfun og að einhverjir verði utanveltu, því þannig þrífast öfgaskoðanir best,“ segir Persson og leggur áherslu á að gott nærsamfélag sé lykillinn að árangri.

Nordic Safe Cities

Samstarfsnetið Nordic Safe Cities ætlar að búa til og senda frá sér handbók sem meðal annars inniheldur framtíðarsýn fyrir baráttuna gegn útbreiðslu öfgastefnu, aðgerðir sem grípa á til í borgunum og skýra stefnu fyrir árið 2017.

Nánari upplýsingar um samstarfsnet Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir borgir: