Ný skýrsla: Norðurlöndin eru sterk og vaxandi

08.02.18 | Fréttir
Stureplan Stockholm
Ljósmyndari
Masma Johner, Unsplash
Árið 2030 er búist við að íbúar á Norðurlöndum verði um 29 milljónir. Þetta er fjölgun um meira en 10%. Efnahagur á Norðurlöndum er sterkur og þrátt fyrir ýmsar áskoranir sem tengjast þeim breyting sem eiga sér stað á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar eftir efnahagskreppunnar þá hefur efnahagsbatinn á Norðurlöndum verið ótrúlegur. Um þetta og fleira má lesa í nýjustu útgáfu State of the Nordic Region.

Fólki fjölgar á Norðurlöndum og þjappast í auknum mæli saman á þéttbýlissvæðum. Meðalaldur fólks hækkar einnig um leið og hlutfall fólks af erlendum uppruna eykst. Búist er við að þessar tilhneigingar muni aukast á komandi árum.

Um 2030 er búist við því að íbúar á Norðurlöndum verði um 29 milljónir, hafi fjölgað um meira en 10% miðað við þær 26 milljónir sem þeir eru nú. Undanfarin tíu ár hefur fólki á Norðurlöndum fjölgað hraðar en einnig elst hraðar en á mörgum öðrum svæðum í Evrópu. Áhrif þessarar þróunar er þó mismunandi milli sveitarfélaga á Norðurlöndum. Vöxturinn er að miklu leyti bundinn við þéttbýlissvæði meðan mörg afskekkt og fámenn svæði standa frammi fyrir fólksfækkun og hækkun meðalaldurs.

Fólksfjölgunin byggir að stórum hluta á aðflutningi fólks. Raunar er staðan þannig að í 26% allra sveitarfélaga á Norðurlöndum hefur fólksfjölgun á árunum 2011 til 2016 aðeins orðið vegna alþjóðlegra fólksflutninga. Þess vegna eru spurningar sem tengjast aðlögun nýaðfluttra fyrirferðarmiklar og munu án efa vera það áfram á komandi árum.

Margbreytilegur og sterkur efnahagur

Efnahagsleg þróun á Norðurlöndum gengur yfirleitt betur en í Evrópusambandslöndunum að meðaltali, þrátt fyrir að enn gæti áhrifa efnahagskreppunnar. Frá þjóðhagslegu sjónarhorni eru Norðurlöndin mjög samleit. Engu að síður er talsverður efnahagslegur breytileiki milli svæða innan Norðulandanna.

Mörg dreifbýl sveitarfélög eru undir landsmeðaltali efnahagslega og eru að dragast enn meira aftur úr borgarsvæðunum. Þrátt fyrir þetta er staða norðurhluta Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar mjög góð í stærri samanburði í Evrópu.

Norðurlöndin munu einnig áfram laða að sér erlenda fjárfesta, þar er að finna 7% beinnar erlendrar fjárfestingar í Evrópu, þrátt fyrir að Norðurlandanþjóðirnar séu aðeins minna en 4% Evrópuþjóða.

Á heildina litið er efnahagur Norðurlöndum sterkur og þrátt fyrir ýmsar áskoranir sem tengjast þeim breyting sem eiga sér stað á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar eftir efnahagskreppunnar þá hefur efnahagsbatinn á Norðurlöndum verið ótrúlegur.

Efnahagsleg þróun á Norðurlöndum gengur yfirleitt betur en í Evrópusambandslöndunum að meðaltali, þrátt fyrir að enn gæti áhrifa efnahagskreppunnar.

Blómlegur en að hluta aðgreindur vinnumarkaður

Efnahagslegur bati á Norðurlöndum hefur verið mikill eftir efnahagskreppuna. Atvinnuþátttaka í Svíþjóð er sú mesta innan Evrópusambandsins og á Íslandi er atvinnuþátttaka mest í allri Evrópu. Mikil atvinnuþátttaka kvenna er eftirtektarverð og er grundvallarþáttur á norrænum vinnumarkaði. Í Finnlandi og Danmörku hefur hlutur vinnandi fólks minnkað en í Noregi ríkir jafnvægi.

Launasamsetningin í norræna módelinu og lágt hlutfall ófaglærðra starfa, gerir aðlögun að vinnumarkaði krefjandi fyrir innflytjendur.  Á heildina litið stendur norrænn vinnumarkaður vel en vegna áframhaldandi breytilegs efnahagslegs landslags verða þar verulegar áskoranir áfram.

Jafnframt er staða Íslands og Færeyja mjög sterk og jafnvægi hefur náðst í Danmörku og Svíþjóð.

Og verðlaunin hlýtur...

Stokkhólmur er í fyrsta sæti í svæðisbundinni væntingavísitölu Nordregio sem er hluti skýrslunnar State of the Nordic Region sem kemur út annað hvert ár. The State of the Nordic Region kom síðast út árið 2016 en þá var Óslóar-svæðið í efsta sæti. Árið 2018 hefur Ósló fallið niður í þriðja sæti, niður fyrir Kaupmannahöfn, en Stokkhólmur er í efsta sæti.

Þessi niðurstaða endurspeglar þá þróun sem birtist í vísitölunni og í skýrslunni í heild. Væntingavísitala sumra svæða í Noregi hefur lækkað vegna lækkandi olíuverðs, en annars staðar hefur hún lækkað af lýðfræðilegum ástæðum, vegna þess þangað flytjast fáir og fólkið eldist.

Jafnframt er staða Íslands og Færeyja mjög sterk og jafnvægi hefur náðst í Danmörku og Svíþjóð. Í Svíþjóð hafa miklar framfarir orðið á nokkrum svæðum utan Stokkhólms, sérstaklega á Gautaborgarsvæðinu. Í Noregi standa mörg svæði einnig vel þrátt fyrir að landið hafi fallið að meðaltali.

Finnland vermir botnsætið með þau 13 svæði sem lenda neðst á listanum og Grænland á einnig í erfiðleikum. Álandsleyjar standa aftur á móti vel. Þar er nánast ekkert atvinnuleysi og efnahagur traustur þrátt fyrir að íbúar séu þar elstir á Norðurlöndum.

Vísitalan nær til 74 stjórnsýslueininga á Norðurlöndunum og byggir á hefðbundnum stöðlum fyrir hagskýrslur. Hún mælir lýðfræðilega þætti, efnahag og vinnuafl og byggir á mælikerfi sem hefur verið þróað af Nordregio.

Hlaðið niður skýrslunni hér: