Samnorræn meistaragráða á sviði velferðar

11.02.15 | Fréttir
Grensen mellom Norge og Sverige
Ljósmyndari
Karin Beate Nøsterud/norden.org
Fjórar norrænar meistaranámsáætlanir verða kynntar á vordögum 2015. Þar af verður ein meistaranámsáætlun á sviði velferðar og verður hún fjármögnuð af áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra norræna velferð.

Námið í norrænum meistaranámsáætlunum fer fram fram á ensku og einingafjöldi hverrar og einnar nemur minnst 120 ECTS-einingum. Að öðru leyti eru um fjölbreytilegt nám að ræða. Þegar hefur 21 samnorrænni meistaranámsáætlun verið hleypt af stokkunum innan ýmissa ólíkra fagsviða, allt frá sjávarútvegsmálum og verkfræði til glerblásturs og menningarstjórnunar.

Ein hinna fjögurra áætlana, sem kynntar verða í ár, mun verða á sviði velferðar. Þemað er þó ekki skilgreint nánar að svo stöddu. Það er undir umsækjendum komið að útfæra það frekar í umsókninni, og þar geta fleiri fagsvið spilað inn í en heilbrigðis- og félagsmálin.

Minnst þrír norrænir háskólar og/eða tækniháskólar þurfa að sækja sameiginlega um styrk til Norrænu ráðherranefndarinnar til að koma norrænni meistaranámsáætlun á laggirnar. Hver styrkur getur numið allt að 1,5 milljón danskra króna. Af þeim þremur eða fleiri skólum sem koma að hverri umsókn skal einn hafa umsjón með áætluninni.

Sótt er um styrki fyrir meistaranámsáætlunum til Centre for International Mobility (CIMO) í Finnlandi. Nánari upplýsingar verða á slóðinni www.nordicmaster.org í mars.