Stafræn væðing á að styrkja heilbrigðis- og umönnunargeirann

22.03.18 | Fréttir
Nordiske helse og sosialministere møte i Stockholm 22. mars 2018
Photographer
norden.org / Mikael Kelk
Norræna ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál (MR-S) hyggst í samstarfi sínu næstu þrjú ár forgangsraða því að skapa góð tengsl milli meðferðar og umönnunar í heilbrigðis- og umönnunargeiranum. Gert er ráð fyrir að veita 4,5 milljónum danskra króna til þessa næstu þrjú árin.

„Umönnunin verður alltaf betri þegar hún miðast við þarfir sjúklingsins og við getum lært mikið hvert af öðru varðandi heildræna nálgun við sjúklinga. Ekki síst í tengslum við að nota og þróa stafrænar lausnir sem geta bætt umönnun margra eldri borgara.“ Þetta voru upphafsorð Lenu Hallengren, ráðherra barna-, öldrunar- og jafnréttismála í Svíþjóð, á fundi dagsins í Norrænu ráðherranefndinni um félags- og heilbrigðismál. Í Uppsölum.

Svíar sem nú fara með formennsku rökstyðja aðgerðirnar með því að það sé áskorun, sérstaklega fyrir eldri borgara, þegar heilbrigðis- og umönnunargeirinn starfa ekki nægilega vel saman. Dæmi um þetta getur verið þegar borgari flyst úr sjúkrahúsinnlögn í endurhæfingu eða umönnun utan sjúkrahússþjónustunnar.

Beint að varnarlausum hópi sem fer stækkandi

Eldri borgarar sem nýta umönnunar- og heilbrigðiskerfið til þess að fá aðstoð og umönnun eru eðli málsins samkvæmt samfélagshópur sem þarf að hlúa sérstaklega að. Og þessi hópur fer sístækkandi um öll Norðurlöndin. Það kemur fram í skýrslunni State of the Nordic Region. Þetta kemur fyrst og fremst til af því að árgangar eru stórir í aldurshópnum 65-79 ára og að fólk lifir almennt lengur nú en áður. Þróunin verður í þessa átt allt fram til 2030.

Kastljósi beint að góðum dæmum 

Þess vegna er þörf á því að Norræna ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál forgangsraði málinu með því að veita til þess 4,5 milljónum næstu þrjú árin. Norrænu ráðherrarnir fengu tækifæri til þess að leggja fram sína sýn á málefnið á fundi ráðherranefndarinnar í dag. Rætt var um að hluti af lausninni gæti falist í borgurunum sjálfum, hvernig nýta má stafræna væðingu ásamt því hvernig það sem úr er að spila verði best nýtt. Samkomulag ríkti um að forgangsraða málefninu og ákveðið var að næsta skref væri að fá innsýn í góðar lausnir sem þegar eru til staðar. Hugmyndum miðlað þvert á landamæri ríkjanna Um leið verður hafin vinna við að útlista nánar á hvaða sviðum er mikilvægast að vinna áfram við bæta samstarfið innan heilbrigðis- og umönnunargeirans.

Stafrænar lausnir gegna mikilvægu hlutverki

Norræna ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál hyggst skoða möguleika á mismunandi sviðum. Þar koma stafrænar lausnir til. Í skýrslunni State of the Nordic Region er bent á að Norðurlöndin standi nú þegar framarlega á sviði nýsköpunar og stafrænnar væðingar. Staðan er í raun þannig að Norðurlöndin eru leiðandi á heimsvísu þegar kemur að stafrænum kerfum í opinbera geiranum. 
„Við munum að sjálfsögðu nýta okkur þessa góðu reynslu og stafrænu hefð sem myndast hefur, til þess að bæta samstarfið milli meðferðar og umönnunar til gagns fyrir eldri borgara á Norðurlöndum,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Contact information