Stóll úr þangi vinnur Norrænu hönnunarsamkeppnina

“The Coastal Furniture” by the Danish designer Nikolaj Thrane Carlsen wins Nordic design competition
Mats Widbom frá sænsku handverks- og hönnunarsamtökunum, Hans Christian Asmussen frá dönsku handverks- og hönnunarsamtökunum, og Mary Gestrin frá Norrænu ráðherranefndinni í norræna skálanum á COP24.
Þök úr þangi á eyjunni Læsø var aðaluppspretta hugmyndar hönnuðar „The Coastal Furniture“ en áklæðið er búið til úr 100% niðurbrjótanlegu efni sem er unnið úr þangi. Lykillinn að ferlinu var að leiða saman sjálfbæra hugsun og fagurfræði og varðveita um leið einstaka áferð þangsins. Í áliti dómnefndar segir: „Þetta er einstakt. Það hefur tilgang, er töfrandi og vekur eftirtekt.“
Ekki fleiri hluti
Atkvæðagreiðslan í Katowice var lokastigið í samkeppninni sem hófst í september þegar löndin sendu inn samtals 98 verk. Fimm stólar, einn frá hverju hinna norrænu ríkja, hafa verið til sýnis í tvær vikur á COP24. Öllum sem þátt tóku í loftslagsráðstefnunni var boðið að vera með í „verðlaunum fólksins“ með því að greiða atkvæði og vinningshafinn var kynntur á sérstökum hönnunarviðburði 13. desember.
Mary Gestrin frá Norrænu ráðherranefndinni var gestgjafi viðburðarins þar sem Hans Christian Asmussen frá dönsku handverks- og hönnunarsamtökunum og Mats Widbom frá sænsku handverks- og hönnunarsamtökunum ræddu mikilvægi sjálfbærrar hugsunar í hönnunargeiranum.
„Sjálfbærni er orðinn liður í hönnunarferlinu. Heimurinn þarfnast ekki fleiri hluta, hann þarfnast réttra hluta. Ending og gæði skipta máli vegna þess að við getum ekki stöðvað neyslu,“ segir Mats Widbom, framkvæmdastjóri sænsku handverks- og hönnunarsamtakanna.
Nýtt sjálfbærnimarkmið
Allir stólarnir fimm tengjast með einhverjum hætti 17 markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun en svo virðist sem 17 sé ekki nóg. Hans Christian Asmussen kynnti til sögunnar nýtt markmið: SDG0: Hnattræn siðfræði.
„Sendiherrar unga fólksins eru fulltrúar fyrir mildan en um leið fastan vilja. Þau þrýsta á okkur öll um að bregðast við strax. SDG0 (núll) er tileinkað komandi kynslóðum. Til þess að minna okkur öll á hinar miklu skyldur sem við höfum gagnvart komandi kynslóðum,“ segir Hans Christian Asmussen.
Alþjóðlega kynningarverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar, The Nordics, stóð að Norrænu hönnunarsamkeppninni í samstarfi við dönsku hönnunarmiðstöðina, DOGA, Íslensku hönnunarmiðstöðina, Ornamo í Finnlandi og Form í Svíþjóð.