Norræn hönnun tekur sviðið á COP24

Í desember mun The Nordics kynna vinningseintakið, sem og önnur sem komust nærri sigri, fyrir leiðtogum, stjórnmálafólki og aðgerðasinnum sem sækja þessa alþjóðlegu samkomu, COP24, í Katowice í Póllandi. Ræðumenn og þátttakendur í pallborðsumræðum munu nota þessa sjálfbæru, velhönnuðu stóla í skála Norðurlandanna, þar sem haldin verður tveggja vikna norræn dagskrá með umræðum um loftslagsmál.
Við viljum draga athygli leiðtoga að norrænni hönnun og undirstrika hversu mikilvægt hlutverk hönnun getur leikið í að uppfylla sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna.
„Nú leitum við til allra norrænna hönnuða, með raunverulega lýðræðislegum hætti, ekki einungis gamalgróinna fyrirtækja og framleiðenda. Við viljum draga athygli leiðtoga að norrænni hönnun og undirstrika hversu mikilvægt hlutverk hönnun getur leikið í að uppfylla sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ segir Tobias Grut, markaðsstjóri The Nordics-verkefnisins.
Norræn gildi
Hönnuðir á Norðurlöndunum hafa gegnt forystuhlutverki í að innleiða sjálfbærni í hönnun hversdagshluta og aðrir hönnuðir eru nú farnir að líta í þeirra átt. Markmiðið með samkeppninni er að vekja athygli á sjálfbærniumræðu í hönnunariðnaðinum og að hvetja til hönnunarmiðaðrar hugsunar í loftslagsumræðum.
„Við erum ánægð með að hafa efnt til samstarfs við hönnunarstofnanir á Norðurlöndum um að halda þessa samkeppni. Norðurlönd eru þekkt um allan heim fyrir hönnun og hönnunarmiðaða hugsun og framúrskarandi hæfni á því sviði, en auk þess endurspeglar hönnun sameiginleg gildi okkar, norrænan hugsunarhátt og það hvernig við nálgumst flókin úrlausnarefni,“ bætir Grut við.
Við vonumst til að koma af stað ítarlegri umræðu um sjálfbærni í framleiðslu stóla og að kveikja umræðu um hvernig leysa má ýmis praktísk úrlausnarefni þessu tengt.
Tengsl milli hönnunar og loftslagsmála
Aðrir aðilar sem koma að kynningu á samkeppninni, hvatningu til þátttakenda og að því að dæma innsend eintök, eru: DOGA í Noregi, Danish Design Centre, Hönnunarmiðstöð Íslands, Ornamo í Finnlandi og Svensk Form í Svíþjóð.
Við vonumst til að koma af stað ítarlegri umræðu um sjálfbærni í framleiðslu stóla og að kveikja umræðu um hvernig leysa má ýmis praktísk úrlausnarefni þessu tengt,“ undirstrikar Christina Melander, verkefnisstjóri hjá Danish Design Centre.