Ert þú með verkefni á þínum snærum þar sem unnið er með traust, sjálfbærni eða jafnrétti?

24.09.18 | Fréttir
thenordics.com
Photographer
thenordics.com
The Nordics leitar að verkefnum sem setja ný málefni á dagskrá og styrkja norræna ímynd á heimsvísu. Ímyndarverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar styrkir hugmyndir og samstarf sem draga fram sameiginleg norræn gildi svo sem traust, nýsköpun, sjálfbærni, hreinskilni og jafnrétti.

Nú er tekið við nýjum umsóknum um verkefnastyrki. Möguleikarnir á að verkefni þitt hljóti styrk aukast ef þú vinnur með öðrum aðilum sem eru líklegir til þess að styrkja verkefnið. Þó er enn mikilvægara að þér takist að sannfæra okkur um það hvernig þú hyggst búa til góða sögu sem mun ýta undir áhuga á Norðurlöndunum. Fjármagnið sem er til úthlutunar í þessari umsóknalotu er 2,5 milljónir danskra króna.

Þegar við lögðum upp með það verkefni að styrkja norræna vörumerkið gegnum skapandi samstarf vonuðumst við eftir því að einhvern daginn yrði 1+1 jafnt og 3. Þessi ósk okkar virðist hafa ræst – nýtt norrænt samtal og samstarf verður til á hverjum degi og varpar ljósi á norræn ummerki – Traces of North.

Tobias Grut, verkefnastjóri Branding the Nordic Region

Láttu okkur falla fyrir verkefninu

Þetta er í fimmta sinn sem auglýst er eftir umsóknum. Frá árinu 2016 hafa 83 verkefni frá ýmsum heimshornum verið styrkt af The Nordics og orðið til þess að margar framsæknar hugmyndir hafa komið fyrir sjónir heimsins.

„Þegar við lögðum upp með það verkefni að styrkja norræna vörumerkið gegnum skapandi samstarf vonuðumst við eftir því að einhvern daginn yrði 1+1 jafnt og 3. Þessi ósk okkar virðist hafa ræst – nýtt norrænt samtal og samstarf verður til á hverjum degi og varpar ljósi á norræn ummerki – Traces of North. Við erum mjög spennt fyrir því að auglýsa aftur eftir norrænum verkefnum sem haldið geta þessu merki á lofti svo nú skuluð þið fylkja liði, vera skapandi og láta okkur falla fyrir verkefninu ykkar,“ segir Tobias Grut, verkefnisstjóri Branding the Nordic Region.

Búðu til góða norræna sögu

The Nordic branding project snýr ímyndarvinnunni á hvolf. Í stað þess að sýna heiminum Norðurlöndin ætlum við að sýna Norðurlöndin í heiminum. Og með því að leggja til hliðar það sem skilur okkur að þá verður þessi sameiginlega sýn öllum til gagns og auðveldar samstarf milli sendiráða, skrifstofa ræðismanna og annarra hagsmunaaðila.

Auglýsing eftir styrkjum er ein margra leiða sem notaðar eru til þess að fylgja eftir áætluninni um alþjóðlega kynningu á Norðurlöndum og mörkun stöðu þeirra. Stafræna verkfærakassanum sem er ókeypis og finna má á www.thenordics.com – var hleypt af stokkunum til þess að auðvelda fólki enn frekar að fá innblástur og dreifa orðinu.

Norðurlöndin leitast við að skapa sameiginlega ímynd og deila mikilvægi hennar með heiminum til að sýna hvernig norræn hugsun hefur iðulega haft áhrif á aðra og hvernig gildi okkar ganga þvert á landarmæri, menningu og kynslóðir.

Við erum mjög spennt fyrir því að auglýsa aftur eftir norrænum verkefnum svo nú skuluð þið safna liði, vera skapandi og láta okkur falla fyrir verkefninu ykkar

Tobias Grut, verkefnastjóri Branding the Nordic Region

Tvær leiðir til þess að sækja um styrk

Supportive co-operation: Verkefni þar sem leitast er við að setja ný viðmið og markaðssetja Norðurlönd og sameiginleg markmið okkar. Hámarksfjárhæð styrkjar er 250.000 danskar krónur. 

Creative talents: Verkefni sem breyta skilningnum á því hvernig á að markaðssetja Norðurlönd. Óskað er eftir frumlegum verkefnum þar sem áhersla er lögð á nýtt blóð og nýjar hugmyndir. Hámarksfjárhæð styrkjar er 500.000 danskar krónur.

 

Viðmið sem umsóknir þurfa að uppfylla:

  • Áhersla á norræn gildi og ígrunduð áherslusvið
  • Sterk norræn saga
  • Þverfaglegt samstarf/efni
  • Önnur fjármögnun (á ekki við um „creative talents“)
  • Að minnsta kosti þrír samstarfsaðilar, þar af tveir frá mismunandi Norðurlöndum (á ekki við um „creative talents“)
  • Staðfestir samstarfsaðilar (á ekki við um creative talents)

Umsóknarfrestur rennur út 4. nóvember 2018.

Fylgið The Nordics til þess að fylgjast með: