Tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

12.06.14 | Fréttir
Nordisk Råds natur- og miljøpris 2014
Ljósmyndari
norden.org/Mette Mjöberg Tegnander & Vita Thomsen
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða á þessu ári veitt sveitarfélagi, borg eða staðbundnu samfélagi sem sem annað hvort hefur í starfsemi sinni allri lagt mikið af mörkum til umhverfisverndar eða lagt sig fram á einhverju ákveðnu sviði umhverfismála. Tilnefningarnar þrettán eru hér í stafrófsröð.

Staðbundna samfélagið Gjógv (Færeyjar)

Sveitarfélagið Gladsaxe (Danmörk)

Sveitarfélagið Hallstahammar (Svíþjóð)

Sveitarfélagið Ii / Ijo (Finnland)

Borgin Jyväskylä (Finnland)

Sveitarfélagið Lejre (Danmörk)

Sveitarfélagið Middelfart (Danmörk)

Reykjavíkurborg (Ísland)

Saligaatsoq-Avatangiiserik-verkefnið (Grænland)

Bærinn Skaftholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi (Ísland)

Snæfellsnes, samstarf fimm sveitarfélaga (Ísland)

Stofnunin Sólheimar (Ísland)

Sveitarfélagið Växjö (Svíþjóð)

Ákvörðun um tilnefningar er tekin af norrænni dómnefnd sem er skipuð 13 einstaklingum, tveimur frá hverju norrænu ríkjanna og einum frá Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum. 

Tilkynnt verður um verðlaunahafann miðvikudaginn 29. október 2014 í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi. Nánari upplýsingar um verðlaunin og það sem er á döfinni fram að verðlaunaafhendingunni er að finna á www.norden.org.