Verðlaun Norðurlandaráðs í fimm flokkum afhent 29. október í ráðhúsinu í Stokkhólmi

23.10.14 | Fréttir
Vinnare av Nordiska rådets priser 2013
Photographer
Magnus Froderberg/norden.org
Hvorki fleiri né færri en 75 tilnefndir einstaklingar frá öllum Norðurlöndunum verða í ráðhúsinu í Stokkhólmi þegar verðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókmenntir, tónlist, kvikmyndagerð, barna- og unglingabókmenntir og umhverfis- og náttúruvernd verða afhent þann 29. október kl. 18:30–19:30.

Verðlaunaféð nemur alls 350.000 dönskum krónum og munu handhafar verðlaunanna frá fyrra ári, Kim Leine, Sisse Graum Jørgensen, Selina Juul, Pekka Kuusisto og Seita Vuorela sjá um að afhenda verðlaunin í ár. Meðal viðstaddra verða Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, auk ráðherra og stjórnmálamanna frá öllum Norðurlöndunum.

Sænska ríkissjónvarpið, SVT, mun sjónvarpa frá verðlaunaafhendingunni og munu Jessika Gedin og Kristofer Lindström, umsjónarfólk menningarþáttanna Babel og Kobra, taka viðtöl við alla vinningshafana fimm síðar um kvöldið. Þátturinn „Nordens bästa“ verður sýndur á STV föstudaginn 31. október kl. 20 og endursýndur laugardaginn 1. nóvember kl. 18.

Einnig verður þátturinn sendur út á öllum ríkissjónvarpsstöðvum Norðurlanda:

Finnland: Þátturinn verður sýndur á YLE5 31. október kl. 23:00 og mánudaginn 3. nóvember kl. 16:25 (með finnskum texta)

Noregur: Þátturinn verður sýndur á NRK2 1. nóvember kl. 20

Danmörk: Þátturinn verður sýndur á DRK sunnudag 2. nóvember kl. 20

Ísland: Þátturinn verður sýndur á RÚV 5. nóvember kl. 22:20

Viðtöl við alla sem tilnefndir eru.