Ålands Vatten Ab

Hlutafélagið Ålands Vatten hefur nýjar áherslur í stefnumótandi, framsýnu og sjálfbæru starfi sem styður við þróunar- og sjálfbærnistefnu Álandseyja og mörg hinna hnattrænu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í starfsemi þess er notast við svonefnda ABCD-leið sem einnig er nefnd bakspá og telst til bestu starfsvenja.
Áhrif:
- sjálfbært framboð á drykkjarvatni er mikilvægt, ekki aðeins með tilliti til drykkjarvatns heldur alls vatns og gæða þess
- áætlun um sjálfbært framboð á drykkjarvatni
Erindi:
- Verkefnið styður við öll sautján heimsmarkmiðin en einkum við markmið 3, 6, 12, 14 og 15.
Sveigjanleiki:
- Aðferðirnar má auðveldlega yfirfæra til notkunar í hvers kyns starfsemi.
- Heimildamyndin um Ålands Vatten var framleidd með það fyrir augum að hana mætti nýta til leiðsagnar fyrir önnur fyrirtæki sem vilja starfa eftir sömu aðferðum.
Nýsköpun:
- ABCD-leiðin er nýstárleg aðferð til samstarfs margra aðila um sameiginlega áætlun til að uppfylla framtíðarsýn um hreinna haf.