Eyde-klyngen (Noregi)

Eyde-klasann mynda 43 fyrirtæki, þar af 15 stórir iðnaðarframleiðendur. Klasanum er ætlað að efla samkeppnisfærni fyrirtækja með því að auka auðlindanýtni og þróa sjálfbærar lausnir.
Dæmi úr starfi Eyde-klasans er verkefnið Waste to Value. Markmiðið með verkefninu er að framleiða söluhæft hráefni til framleiðslu á hrájárni eða mangan, þar sem úrgangur og hliðarstraumar eru nýttir í vörur sem hægt er að selja á markaði eða nýta í upphaflegum tilgangi. Ný áætlun á að kanna hvernig nýta má hliðarstrauma í timburiðnaði sem hráefni í málmiðnaði. Auk þess er verið að kanna ný hringrásarlíkön í verslun.
Klasinn stendur einnig að öðrum athyglisverðum rannsóknar- og þróunarverkefnum.
Samstarfið hefur leitt til þess að grunnaðilar að Eyde-klasanum hafa skapað sér sterka stöðu sem nýsköpunarmiðstöðvar fyrirtækjanna og greiðir það fyrir alþjóðlegri dreifingu á norrænni þekkingu á grænum umskiptum. Þá hefur Eyde-klasinn verið leiðandi afl við myndun norræns samstarfsnets í þeim tilgangi að auka auðlindanýtni úrgangs og hliðarstrauma.