Hreinsum Ísland með Bláa hernum/Landvernd

Håll Island rent med Den Blå Arméen/Landvernd
Photographer
Håll Island rent med Den Blå Arméen/Landvernd
Hreinsun, menntun og minnkun plastmengunar í sjó.

Hreinleiki sjávar er afar mikilvægur fyrir Ísland. Landvernd og Blái herinn hafa staðið fyrir áberandi og árangursríku átaksverkefni undir yfirskriftinni „Hreinsum Ísland“. Markmiðið er að vekja athygli á plastmengun hafsins og berjast gegn henni. Yfir 100 umfangsmiklar strandhreinsanir hafa farið fram á vegum verkefnisins. Afar mikilvægt er að verkefni sem miðar að því að fyrirbyggja úrgang hafi stjórnvöld, atvinnulíf og grunnskóla sem markhóp.

Í verkefninu „Hreinsum Ísland“ tókst traust samstarf með Landvernd og Bláa hernum. Þökk sé brennandi áhuga stofnandans Tómasar Knútssonar á málefninu hefur Blái herinn verið í fararbroddi í hreinsun stranda, bæði ofan og neðan sjávarmáls. Landvernd eru frjáls félagasamtök sem hafa átt frumkvæði að náttúruvernd á Íslandi í ríflega hálfa öld. Verkefnið kallast á við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 14.1.

Meiri upplýsingar

Lestu meira um frumkvæði: