Kristianstads Vattenrike – Svíþjóð

Svensk vådområde set fra luften
Ljósmyndari
Kristianstads Vattenrike Biosphere
Elsta UNESCO-lífhvolf sem enn er til í Svíþjóð.

Kristianstads vattenrike er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022.

Á áttunda áratugnum var votlendið við ána Helge å í Kristianstad talið með öllu verðlaust og þar voru sorphaugar bæjarins. Nú vita menn að svæðið gegnir mikilvægu hlutverki og ver bæinn gegn flóðum, dregur úr því að áburðarefni berist út í Eystrasaltið og verndar líffræðilega fjölbreytni. Bærinn og votlendi hans er nú ekki lengur vatnsósa heldur vatnsauðugur.

Vattenriket spannar nánast allt sveitarfélagið Kristianstad og nær yfir nokkrar umhverfisgerðir. Hér hefur lengi verið unnið mikið með náttúrulegar lausnir og vistkerfaþjónustu votlendis til að draga úr vandamálum í tengslum við flóð, þurrka og ofauðgun í hafinu. Vattenriket hefur í nánu samstarfi við vísindasamfélagið unnið að því að koma upp nýjum votlendissvæðum á landbúnaðarlandi og efla þá vistkerfaþjónustu sem votlendi veitir í því skyni að auka þekkingu og skilning á náttúrulegum lausnum.

Það er Biosfärkontoret sem sér um reksturinn á Kristianstad Vattenrike ásamt upplýsingamiðstöð fyrir gesti fyrir hönd sveitarfélagsins Kristianstad.