Samband félagasamtaka lífrænna bænda á Norðurlöndum – Svíþjóð

Ekologiska Lantbrukarna Sverige
Ljósmyndari
Lisa Schneider
Lífrænn landbúnaður eykur líffræðilega fjölbreytni.

Samband félagasamtaka lífrænna bænda á Norðurlöndum er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020.

Samband félagasamtaka lífrænna bænda á Norðurlöndum vinnur með öflugum hætti að því meginmarkmiði að gera fæðuframboð sjálfbært til lengri tíma. Einn af meginþáttum þessa starfs er að vernda og stuðla að líffræðilegri fjölbreytni í landbúnaðarlandslagi vegna þess að líffræðileg fjölbreytni í tengslum við landbúnað stendur frammi fyrir mikilli ógn. Rannsóknir sýna að lífrænn landbúnaður gefur að meðaltali af sér rúmlega 30% fleiri tegundir plantna, skordýra og dýra samanborið við iðnvæddan landbúnað. Lífrænn landbúnaður er þess vegna verkfæri sem dregur með stórvirkum hætti úr missi á líffræðilegri fjölbreytni.

Starf lífrænna bænda hefur krafist þolgæði og nýsköpunaranda. Til að raungera sjálfbærnimarkmið sín hafa þeir skipulagt sig, þróað leiðbeiningar og óháðar eftirlitsstofnanir til þess að geta boðið fram vottuð lífræn matvæli. Starf þeirra hefur stundum verið ögrandi en með vaxandi markaðshlutdeild er um leið augljóst að vinna þeirra hlýtur vaxandi meðbyr. Aukið umfang lífrænna matvæla sem framleidd eru í norrænum landbúnaði leiðir nefnilega af sér aukna líffræðilega fjölbreytni.

Eftirfarandi samtök skipa Samband félagasamtaka lífrænna bænda á Norðurlöndum: Økologisk Landsforening (DK), Ekologiska odlarna på Åland, Økologisk Norge, Ekologiska Landbrukarna i Sverige og Luomuliitto Förbundet för ekologisk odling (FI).

Bændur sem stunda lífrænan landbúnað vernda ekki aðeins líffræðilega fjölbreytni – við búum hana til.

Sofia Sollén-Norrlin