Torbjörn Eckerman, býflugnaræktandi – Álandseyjar

Torbjörn Eckerman
Photographer
Torbjörn Eckerman
Skeleggur býflugnaræktandi sem heldur býflugnastofni Álandseyja hreinum af hinum skaðlega varro-mítli.

Torbjörn Eckerman er tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020.

Frjóvgun villtra plantna er grundvallarforsenda líffræðilegrar fjölbreytni bæði plantna og dýra. Hunangsflugur eru taldar skilvirkustu frjóberarnir og einmitt þess vegna er starf Torbjörns Eckerman við að halda býflugnastofni Álandseyja hreinum af varro-mítli afar mikilvægt. Varroa er afar skaðleg tegund mítla sem getur valdið dauða heilu býflugnasamfélaganna ef ekki er tekist á við þá. Starf Torbjörns Eckermans er ástæða þess að Álandseyjar eru eina svæðið í ESB sem er laust við varro-mítilinn.

Hraustar og veirulausar Álandseyjabýflugur Torbjörns Eckermans eru fluttar út til annarra samfélaga sem vantar frjóbera. Til dæmis má rekja uppruna allra 300 býflugnasamfélaga á Íslandi til býflugnabús Torbjörns Eckermans á Álandseyjum.

Býflugurnar eru auk þess grunnur rannsóknarverkefnis um heilbrigði býflugna við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Uppsala þar sem leitað er lausna á þeim vanda sem varro-mítlar valda.

Mér finnst mikilvægt að dreifa hraustum býflugum til nýrra svæða.

Torbjörn Eckerman