Dagur Norðurlanda: Hvernig geta Norðurlöndin skapað öryggi á netinu? Viðburður um stafræna áreitni frá sjónarhorni jafnréttis

Upplýsingar
Finnland
Velferðarnefnd Norðurlandaráðs leggur árið 2021 sérstaka áherslu á stafræna áreitni og hótanir á netinu frá sjónarhorni jafnréttis. Málefnið hefur jafnvel fengið aukið vægi á tímum faraldursins.
Stjórnmálafólk, vísindafólk, félagasamtök og ungt fólk á Norðurlöndum mun ræða ítarlega hvernig Norðurlöndin geta skapað öryggi á netinu. Vinnan að auknu jafnrétti í samfélaginu er mikilvægur liður í norrænu samstarfi og hluti af vinnunni við að ná markmiðum framtíðarsýnar forsætisráðherranna um félagslega sjálfbær Norðurlönd þar sem jafnrétti ríkir.
Við ræðum þetta málefni frá sjónarhóli Finnlands, Álandseyja, Svíþjóðar og Noregs.
Fundarstjóri er Annika Damberg.
Dagskrá
- Norrænt sjónarhorn - Thomas Blomqvist, samstarfs- og jafnréttismálaráðherra Finnlands
- Efnislegar áherslur og sjónarhorn Finnlands - Eva Biaudet, formaður samtaka kvennahreyfinga
- Stafræn hatursorðræða á Norðurlöndum og í Svíþjóð - Lisa Kaati, rannsóknarstjóri Totalförsvarets forskningsinstitut í Svíþjóð
Umræður
- Nina Sandberg, fulltrúi í velferðarnefnd Norðurlandaráðs
- Hanna Onwen-Huma, sérfræðingur á jafnréttissviði, STM
- Touko Niinimäki, SYL, sjónarhorn ungs námsfólks
Samantekt og framtíðarsýn
Jafnréttismálaráðherra Álandseyja, Annika Hambrudd
Taktu þátt í umræðunni á Twitter - #NordensDag

