Græn umskipti – hver eru áhrif þeirra á norræn störf og hæfni?
Upplýsingar
13.00 GMT+1 - Að komast yfir faraldurinn: Hvaða greinar munu dafna og hverjar munu skaðast?
Covid-19-faraldurinn hefur valdið gríðarlegum samdrætti um allan heim og spurt hefur verið hvort við höfum efni á að fjárfesta í grænum umskiptum. Þessari spurningu mætti einnig snúa við: kannski eru það einkum græn fyrirtæki sem lifa af? Hvaða fjármálainnviðir þurfa að vera fyrir hendi til þess að halda grænum umskiptum áfram? Við horfum í kristalkúluna og ræðum um samkeppnishæfni í heiminum í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Aðalfyrirlesari
- Jens Hjarsbech, yfirhagfræðingur, AxcelFuture – Erhvervslivets Tænketank
Norræn sjónarhorn
- Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingabankans
- Niina Aagaard, aðstoðarforstjóri Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar
Þátttakendur í pallborði
- Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingabankans
- Anne Højer Simonsen, aðstoðarframkvæmdastjóri, Dansk Industri
- Idar Kreuzer, forstjóri, Finans Norge
- Niina Aagaard, aðstoðarforstjóri Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar
- Hrund Gunnsteinsdottir, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð
- Sigurður Loftur Thorlacius, félagi í Ungum umhverfissinnum á Íslandi
- Cecilie Tendfjord-Toftby, Norræna sjálfbærninefndin
Fundarstjórn
- Matts Lindqvist, aðalráðgjafi á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar
14.00 GMT+1 - Færni til sjálfbærrar þróunar: Norræn nálgun við græna framtíð
Til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og Heimsmarkmiðanna þarf nýja hæfni og öðruvísi nálgun gagnvart hagvexti en við þekkjum frá tímum jarðefnaeldsneytis sem við erum nú að hverfa frá. Hvaða áhrif hefur þetta á vinnumarkað framtíðarinnar, hvaða áhrif hefur þetta á menntakerfið og símenntunarstarf? Og hvernig geta Norðurlöndin stuðlað að því að þróa hæfni til sjálfbærrar þróunar?
Aðalfyrirlesari
- Stefano Scarpetta, yfirmaður atvinnu-, verkalýðs- og félagsmála hjá OECD
Norrænt sjónarhorn
- Johan Røed Steen, FAFO
Þátttakendur í pallborði
- Stefan Sundman, verkefnastjóri Biofore Beyond Fossils, aðstoðarframkvæmdastjóri samskiptasviðs
- Ejner K. Holst, yfirmaður alþjóðasviðs danska alþýðusambandsins
- Grethe Nykkelmo, framkvæmdastjóri, Young Entrepreneurship
- Johan Røed Steen, vísindamaður hjá FAFO
- Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins á Íslandi
- Noura Berrouba, aðili að Global Shapers Community hjá World Economic Forum
- Jyri Häkämies, framkvæmdastjóri samtaka iðnaðarins í Finnlandi, EK
Fundarstjórn
- Matts Lindqvist, aðalráðgjafi á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar
Streymi
Fylgist með beinni útsendingu frá kl. 16.00 GMT+1, 17. nóvember: