Að velja græna leið: Stafrænn leiðtogafundur í aðdraganda COP26

Choosing green banner
Photographer
norden.org
Að velja græna leið: Norræn sjónarhorn er stafrænn heilsdags viðburður í aðdraganda COP26 þar sem fjallað verður um grænt bataferli eftir kórónuveirufaraldurinn. Leiðtogafundurinn verður haldinn 17. nóvember 2020 á fimm stöðum á Norðurlöndum og á netinu. Við höfum boðið nokkrum af mestu hugsuðum Norðurlandanna og gerum ráð fyrir pallborðsumræðum og fyrirlestrum af bestu gæðum. Ekki láta þig vanta!

Stafrænn leiðtogafundur í aðdraganda COP26 um grænt bataferli eftir kórónuveirufaraldurinn.

Að velja græna leið: Norræn sjónarhorn

Í miðjum faraldri förum við með umræðurnar á netið og á fimm svið í fimm norrænum höfuðborgum. Verið með okkur heilan dag þar sem boðið verður upp á innblástur og innsýn þegar við sendum út beint á heimasíðu okkar og á samfélagsmiðlum.

Í umræðunum verður fjallað um mismunandi sjónarhorn á hlutverk Norðurlandanna í grænu bataferli í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hvernig náum við fram réttlátum grænum umskiptum á tímum samdráttar? Er norræna velferðarlíkanið í stakk búið til þess að takast á við þessa nýju framtíð án þess að einhver verði útundan? Hver verða áhrif grænna umskipta á menntakerfið? Eru norrænu ríkin búin undir græna framtíð með breyttum vinnumarkaði sem krefst nýrrar hæfni? Þetta eru aðeins nokkrar þeirra flóknu spurningum sem bornar verða fram.

Á sex umræðufundum skorum við á stjórnmálafólk, samtök, fulltrúa einkageirans og opinbera geirans og frumkvöðla frá Norðurlöndunum að draga fram bæði styrkleika og veikleika norræna líkansins. Hvað höfum við að bjóða og hverjir eru veikleikar okkar?

 


Nánari upplýsingar um þennan dag er að finna hér að neðan. Upplýsingarnar verða uppfærðar næstu vikur.

10-12: Græn Norðurlönd - hversu langt höfum við náð?

Risar eða dvergar: Eru Norðurlöndin í fararbroddi í loftslagsmálum?


2020 átti að vera ár metnaðar á sviði loftslagsmála en hvar erum við stödd nú þegar COP26 hefur verið frestað? Hvað hafa norrænu ríkin gert til þess að uppfylla markmið Parísarsáttmálans og ná fram kolefnishlutleysi? Hvert getur framlag Norðurlandanna verið til þess að byggja upp nýjan veruleika í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, árið 2021?

13-15: Græn umskipti – afleiðingar fyrir störf og hæfni á Norðurlöndum

Að komast yfir faraldurinn: Hvaða greinar munu dafna og hverjar munu skaðast?


Covid-19 hefur valdið miklum samdrætti í heiminum og spurt hefur verið hvort við höfum efni á því að fjárfesta í grænum umskiptum. En hvað ef grænu fyrirtækin eru þau sem munu lifa af og dafna í þeim heimi sem blasir við í kjölfar kórónuveirufaraldursins? Hvernig þarf fjármálaumhverfið að vera til þess að ýta undir græn umskipti? Við horfum í kristalkúluna og ræðum um samkeppnishæfni í heiminum í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Hæfni til sjálfbærrar þróunar: Norræn nálgun á græna framtíð


Til þess að uppfylla Parísarsáttmálann og Heimsmarkmiðin þarf nýja hæfni. Það þarf aðra nálgun á hagvöxt þegar tími jarðefnaeldsneytisins er liðinn. En hvaða áhrif hefur það á vinnumarkað framtíðarinnar? Og hver verða áhrifin á menntakerfð og símenntun? Hvert getur framlag norrænu ríkjanna verið til þess að þróa þá hæfni sem til þarf fyrir sjálfbæra þróun?

16-18: Hugrakkur sjálfbær heimur - Norræna líkanið undir þrýstingi?

Fórnarlömb grænna umskipta: Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að einhverjir verði útundan?


Grænu umskiptin virðast óhjákvæmileg ef við viljum sjálfbæra framtíð en hvernig geta þau náð til allra þjóðfélagshópa og allra þátta hagkerfisins. Hvernig tryggum við réttlát umskipti? Og er það hægt? Er hægt að endurstilla norræna velferðarlíkanið þannig að jafnvægi myndist milli græns hagkerfis og félagslega sjálfbærs samfélags?

Norrænt velferðarríki: Grænt, samþætt og frábært?


Er velferðarríkið betur búið en önnur önnur kerfi til þess að skapa sjálfbæra framtíð? Eða fylgja því of margar reglur þannig að veita þarf markaðinum aukið svigrúm? Er norræna líkanið ofmetið og ekki eins gott og haldið hefur verið fram eða er hægt að flytja það út til annarra heimshluta? Þörfin fyrir ígrundaðar, hagkvæmar og samþættar grænar lausnir er meiri en nokkru sinni í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Geta Norðurlöndin verið í forystu og verðum við fyrst til þess að ná markmiðum okkar um að uppfylla Parísarsáttmálann?

 

Fylgist með uppfærslum á dagskrá, fyrirlestrum og fulltrúum í pallborði.

 

 

 

Sex umræðufundir | Fimm svið | Þrír fyrirlestrar

 

Ósló, Kaupmannahöfn, Helsinki, Stokkhólmur og Reykjavík.

 

Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 | 10–18:00 (GMT+1)