Leiðbeiningar: Flutt til Færeyja

Norrænum ríkisborgurum er frjálst að ferðast til Færeyja til dvalar og starfa. Þú þarft hvorki vegabréfsáritun, dvalarleyfi né atvinnuleyfi.
Allt í búslóð sem er minna en hálfs árs gamalt er tollskylt. Ólöglegt er að hafa með sér tóbak, áfengi og matvöru sem hluta af búslóð.
Takmarkanir eru á því hversu mikið má flytja með sér af tollfrjálsu áfengi, sígarettum, ilmvatni o.s.frv. þegar komið er til Færeyja. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæði TAKS.
Ef þú flytur til Færeyja frá norrænu landi og hyggst dveljast þar lengur en í sex mánuði áttu að skrá flutninginn hjá sveitarfélaginu sem þú flytur til í síðasta lagi fimm dögum eftir komu.
Hafðu í huga að í sumum löndum þarftu einnig að tilkynna um flutning ef þú ert að flytja frá landinu.
Samleikin er rafrænt auðkenni sem notað er til að skrá sig inn á sjálfsafgreiðslulausnir í Færeyjum. Hægt er að panta Samleikin á vefsvæðinu www.samleikin.fo eða með því leita til þjónustuvers Samleikin í Þórshöfn.
Þú þarft að hafa samband við póstþjónustuna í því landi sem þú ert að flytja frá til að fá frekari upplýsingar um möguleikann á að láta áframsenda póstinn þinn á nýja heimilisfangið þitt í Færeyjum.
Ýmis mismunandi búsetuform eru í Færeyjum; leiguíbúðir á almennum markaði, opinberar leiguíbúðir, námsmannaíbúðir, tímabundið húsnæði á vegum atvinnurekenda og möguleiki á eigin fasteign. Ákveðnar hömlur eru á því hverjir geta átt fasteign í Færeyjum.
Ef þú flytur til Færeyja er meginreglan sú að skrá þarf bílinn í síðasta lagi 14 dögum eftir flutninginn. Þú hefur sama frest upp á 14 daga til þess að láta skoða og samþykkja bílinn hjá Akstovan.
Ef þú ert með ökuskírteini sem gefið er út ESB-landi, Noregi eða á Íslandi geturðu notað það í Færeyjum.
Til þess að geta þegið laun og greitt skatt þarftu að vera með færeyskan bankareikning.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá TAKS.
Það skiptir máli í hvaða landi þú átt aðild að almannatryggingum upp á það hvaða reglur eiga við um lífeyri, atvinnuleysistryggingar, sjúkradagpeninga, fjölskyldubætur, foreldrarlof og fleira. Meginreglan er að einstaklingur á aðild að almannatryggingum í því landi sem hann starfar. Þau sem ekki eru með atvinnu eiga yfirleitt aðild að almannatryggingum í því landi sem þau búa. Aðstæður geta þó verið sérstakar. Þú þarft því að hafa samband við yfirvöld í því landi sem þú býrð, vinnur eða stundar nám í ef þú ert í vafa.
Ef þú ert danskur ríkisborgari eða lútir löggjöf norræns lands þá er meginreglan sú að þú getir tekið lífeyrinn með þér ef þú flytur til annars norræns lands. Þú getur ekki tekið færeyskan örorkulífeyri með þér til Danmerkur eða Grænlands. Þess í stað sækirðu um danskan eða grænlenskan örorkulífeyri.
Ef þú flytur frá öðru norrænu landi til Færeyja geturðu tekið áunninn rétt þinn til atvinnuleysistryggingar með þér í færeyska atvinnuleysistryggingasjóðinn. Fáðu nánari upplýsingar hjá atvinnuleysistryggingasjóðnum þínum.
Allir einstaklingar sem eru búsettir í Færeyjum eiga rétt á greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Löggjöfin nær til einstaklinga 18 ára og eldri en þeir greiðahlutfall af skattskyldum tekjum til opinberra sjúkratrygginga í Færeyjum, Heilsutrygd.
Ekki er heimilt að hafa með sér gæludýr þegar komið er til Færeyja í leyfi eða til tímabundinnar dvalar. Þetta á einnig við um hunda og ketti. Aðeins er hægt að flytja með sér gæludýr til Færeyja ef þú ert búsett/ur í Færeyjum eða ert að flytja þangað.
Ef þú ert átján ára, ert danskur ríkisborgari og í þjóðskrá í Færeyjum ertu með kosningarétt til færeyska lögþingsins, Lagtinget.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.