Skráning í þjóðskrá í Færeyjum

Hvenær á að skrá flutning til Færeyja?
Ríkisborgarar norrænna landa eiga einungis að tilkynna um flutning til Færeyja ef þeir ætla að dvelja þar lengur en sex mánuði.
Ef þú hyggst dvelja í Færeyjum lengur en sex mánuði áttu að skrá flutninginn hjá því sveitarfélagi sem þú flytur til í síðasta lagi fimm dögum eftir komu. Taktu með þér vegabréf þegar þú tilkynnir flutninginn á skrifstofu sveitarfélagsins.
Ef þú ert komin/n til Færeyja með fjölskyldu geturðu skráð flutning allrar fjölskyldunnar samtímis.
Nauðsynlegt er að vera með kennitölu, p-tal, ef þú ætlar að starfa í Færeyjum í meira en 180 daga. Hér er að finna upplýsingar um hvernig megi fá p-tal.
Aðfluttir frá löndum utan Norðurlanda
Tilkynna skal flutning í því sveitarfélagi sem flutt hefur verið til. Ef þú ert ekki ríkisborgari í einhverju Norðurlandanna þarftu að vera með dvalarleyfi í samræmi við útlendingalöggjöfina eða hafa gögn frá yfirvöldum sem sýna fram á að þú fáir undantekningu frá dvalarleyfi. Nánari upplýsingar er að finna hér:
Hvar á að tilkynna flutning þegar flutt er frá Færeyjum?
Tilkynna skal flutning til þess sveitarfélags sem flutt er til. Ef þú flytur til annars norræns ríkis áttu að skrá þig flutta/n frá Færeyjum ef sveitarfélagið í landinu sem þú flytur til gerir kröfu um að þú sért skráð/ur þar.
Þú þarft að vera skráð/ur í sveitarfélaginu í norræna ríkinu sem þú flytur til, til þess að sveitarfélagið sem þú flytur frá í Færeyjum geti skráð þig brottflutta/n.
Ef þú flytur til lands utan Norðurlanda í styttri tíma en sex mánuði geturðu áfram verið skráð/ur í Færeyjum. Sé dvölin lengri en sex mánuðir áttu að skrá flutninginn hjá því sveitarfélagi sem þú flytur frá.
Flutningur innan Færeyja
Ef þú flytur innan Færeyja og/eða innan sveitarfélags áttu að tilkynna flutning hjá því sveitarfélagi sem þú flytur til í síðasta lagi fimm dögum eftir flutning. Flutningstilkynningin getur einnig náð til annars heimilisfólks.
Ef þú vilt vita meira um skráningu í þjóðskrá má hringja til Landsfólkayvirlitsins í síma + 298 358050, mánudaga til föstudaga, kl. 10-12, eða senda tölvupóst á netfangið lfy@us.fo
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.