Ellilífeyrir í Færeyjum

Færøsk alderspension
Hér geturðu lesið um reglur sem gilda um færeyskan ellilífeyri.

Í Færeyjum eru ýmsar tegundir af lífeyri. Hér á eftir verður fjallað um færeyskan ellilífeyri. Upplýsingar um aðrar tegundir af lífeyri í Færeyjum finnurðu á síðunni um lífeyriskerfið í Færeyjum.

Réttur til færeysks ellilífeyris

Meginreglan er sú að einstaklingur býr eða starfar í Færeyjum ávinnur sér rétt til færeysks ellilífeyris. Ef einstaklingur býr í Færeyjum en starfar í öðru norrænu landi er meginreglan sú að hann ávinnur sér rétt til lífeyris í starfslandinu. Sérreglur gilda um umsamdar undanþágur frá þeirri meginreglu. Hafðu samband við Almannaverkið ef þú ert í vafa um hvort þú hafir áunnið þér rétt til lífeyris.
Meginreglan er sú að þú átt rétt á færeyskum ellilífeyri ef þú hefur verið búsett/ur í Danmörku, Færeyjum eða á Grænlandi í a.m.k. 3 ár frá 15 ára aldri til 67 ára aldurs. Ef þú hefur starfað í Færeyjum í a.m.k. eitt ár hefurðu hugsanlega áunnið þér rétt til færeysks ellilífeyris þrátt fyrir að þú hafir verið búsett/ur í Danmörku, Færeyjum eða á Grænlandi skemur en í 3 ár. Hafðu samband við Almannaverkið ef sú er raunin og fáðu nánari leiðsögn.
 

Að ávinna sér rétt til færeysks lífeyris

Réttur þinn til færeysks lífeyris fer eftir búsetutíma þínum í Færeyjum frá 15 ára til 67 ára aldurs eða þangað til þér eru dæmdar örorkubætur.
Þú átt rétt á fullum ellilífeyri ef þú hefur náð 40 búsetuárum á umræddu tímabili. Að öðrum kosti áttu rétt á hluta ellilífeyris, svonefndum hlutalífeyri. Upphæð hlutalífeyris er reiknuð út frá búsetutíma þínum í Færeyjum á umræddu tímabili.
Hafðu í huga að búsetutími þinn á Grænlandi og í Danmörku er tekinn með í útreikning á búsetutíma þínum í Færeyjum. Það á einungis við ef þú ert búsett/ur í Færeyjum. Ef þú tekur ellilífeyri með þér til annars norræns lands er eingöngu búsetutíminn í Færeyjum tekinn með í útreikning á hlutalífeyrinum. Hafðu samband við Almannaverkið ef þú ert í vafa um hvort þú eigir rétt á hlutalífeyri þegar þú flyst til annars norræns lands.
Hafir þú notið verndar almannatrygginga erlendis á sama tímabili og þú hefur verið búsett/ur í Færeyjum telst það tímabil ekki með þegar færeyskur búsetutími er reiknaður út. Þú átt hins vegar ekki rétt á færeyskum lífeyri ef þú hefur áunnið sér rétt til lífeyris í skemmri tíma en eitt ár.

Hvenær hefjast greiðslur á færeyskum ellilífeyri?

Greiðslur á ellilífeyri hefjast þegar einstaklingar hafa náð lífeyristökualdri. Lífeyristökualdurinn er enn sem komið er 67 ár. Nýlega voru samþykktar breytingar á lífeyriskerfinu sem ganga í gildi 1. desember 2019 en í þeim felst að einstaklingum gefst kostur á að fresta töku ellilífeyris. Því lengur sem lífeyristöku er frestað því hærri verða lífeyrisgreiðslurnar. Í nýja kerfinu hækkar lífeyristökualdurinn í þrepum í nokkur ár en frá árinu 2025 verður lífeyristökualdurinn ákvarðaður á fimm ára fresti út frá því meðalævilengd almennings.
Ellilífeyrir skiptist í grunnlífeyri og tekjutryggingu. Allir einstaklingar sem náð hafa lífeyristökualdri og uppfylla almennar reglur um lífeyri eiga rétt á grunnlífeyri.
Tekjutrygging ákvarðast af skattskyldum tekjum ellilífeyrisþegans. Ef báðir makar eru ellilífeyrisþegar ræðst ellilífeyrinn af samanlögðum tekjum makanna sem deilist til helminga á hvorn þeirra. Grunnlífeyrir er ekki skattskyldur en tekjutrygging er skattskyld. Ellilífeyrisþegar fá sérstakan skattfrádrátt. Örorkulífeyrisþegar sem fá maka- og umönnunarbætur halda þeim þegar taka ellilífeyris hefst.
Til viðbótar við tekjutryggingu og maka- og umönnunarbætur er hægt að greiða sérlega persónulega uppbót að undangengnu þarfamati. Persónuleg uppbót og maka- og umönnunarbætur eru ekki skattskyldar.
Nánari upplýsingar veitir Almannaverkið

netfang: av@av.fo
sími +298 360000
Staravegur 18

Postrúm 3096
FO-110 Tórshavn

Hvordan søger du om alderspension?

Hvernig er sótt um ellilífeyri?

Greiðslur á ellilífeyri hefjast ekki sjálfkrafa. Þú þarft að sækja um hann. Þú getur sótt um ellilífeyri hálfu ári áður en þú nærð lífeyristökualdri.

Ef þú býrð í Færeyjum sækirðu um færeyskan ellilífeyri í Færeyjum.
Lesa má nánar um færeyskan ellilífeyri og hvernig sótt er um hann hjá Almannaverkinu.

Ef þú hefur áunnið þér lífeyrisrétt í einu eða fleiri norrænum löndum er meginreglan sú að þú sækir um í Færeyjum. Lesa má nánar um hvernig þú sækir um og hvaða gögn þurfa að fylgja umsókninni á av.fo eða með því að hafa samband við Almannaverkið um lífeyri erlendis frá

Ef þú býrð í öðru norrænu landi
Ef þú býrð í öðru norrænu landi og hefur áunnið þér rétt til færeysks ellilífeyris er meginreglan sú að þú sækir um lífeyri hjá yfirvöldum í búsetulandinu.
Hafðu samband við Almannaverkið ef þú ert með fleiri spurningar.

Er hægt að taka færeyskan ellilífeyri með sér til annars norræns lands?

Ef þú ert danskur ríkisborgari eða lútir löggjöf norræns lands þá er meginreglan sú að þú getir tekið lífeyrinn með þér til annars norræns lands. Ekki er hægt að taka danskan lífeyri með sér til Færeyja eða Grænlands. Í stað þess sækirðu um færeyskan eða grænlenskan lífeyri.
Hafðu í huga að ef þú tekur lífeyri með þér til annars norræns lands þá miðast sá lífeyrir einungis við búsetutíma þinn í Færeyjum. Ef hluti lífeyrisins er áunninn vegna búsetutíma í Danmörku og á Grænlandi áttu rétt á svonefndum hlutalífeyri í samræmi við reglur í viðkomandi löndum. Hafðu samband við Almannaverkið ef þú ert í vafa um rétt þinn til hlutalífeyris þegar þú flytur til annars norræns lands.
Lesa má nánar um efnið á Almannaverkið um að taka ellilífeyri með sér til annars norræns lands.

Greiðslur ellilífeyris við andlát

Ef sambýlingur þinn er einnig örorku- eða ellilífeyrisþegi geta lífeyrisgreiðslur þínar haldið áfram í allt að þrjá mánuði eftir andlát þitt. Nefnast þær dánarbætur.
Aðstandendur þínir þurfa ekki að aðhafast neitt varðandi örorkulífeyri eða ellilífeyri þinn eftir andlátið.

Hvernig er hægt að nálgast upplýsingar um áunninn lífeyrisrétt í Færeyjum?

Hafðu samband við Almannaverkið ef þú ert með spurningar um færeyskan ellilífeyri.

Hvar áttu að greiða skatt ef þú færð færeyskan ellilífeyri erlendis?

Nánari upplýsingar um skattlagningu lífeyris á Norðurlöndum er að finna á norrænu skattavefgáttinni e-Tax og hjá færeyskum skattyfirvöldum TAKS.

Aðrar greiðslur

Til viðbótar við ellilífeyri er greidd heimilisuppbót. Heimilisuppbót er tekjutengd. Lesa má nánar um heimilisuppbót hjá Almannaverkinu, um heimilisuppbót.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna