Húsnæði í Færeyjum

Bolig på Færøerne
Hér er að finna upplýsingar um færeyska húsnæðismarkaðinn.

Í Færeyjum er hægt að leigja eða kaupa hús, íbúð eða herbergi.

Leiguverð og fasteignaverð er afar breytilegt milli íbúða. Markaðurinn ræður verðinu. Staðsetning íbúða og ástand þeirra hefur mikil áhrif á verðið.

Lán til húsnæðiskaupa

Færeyskir bankar veita lán til húsnæðiskaupa.

Þú getur spurst fyrir hjá þeim um möguleika þína á að fá lán.

Auk þess geta Bústaðir - húsnæðisfélag Færeyja - veitt lán á lágum vöxtum til þess að breyta eldra húsnæði með orkusparnað að leiðarljósi.

Leit að húsnæði í Færeyjum

Þar til fyrir skömmu hefur ekki verið fyrir hendi opinbert húsnæði sem neinu nemur í Færeyjum. Því hefur bæði leigu og eignamarkaðurinn verið einkamarkaður. Untekning frá þessu hefur verið leiguhúsnæði í eigu Landssjúkrahússins, stærri fyrirtækja og í fáeinum tilvikum stærri sveitarfélaga.

Fyrri húsnæðislánasjóðurinn (Húsalánsgrunnurin) fékk árið 2011 nýjan og breiðari lagagrunn fyrir starfsemi sína og á grundvelli þess breytti sjóðurinnn árið 2012 meginstarfsemi sinni frá því að vera lánastofnun til þess að vera opinbert húsnæðisfélag sem sækir fyrirmynd til Danmerkur.

Ýmsar lagabreytingar og tilskipanir hafa á undanförnum árum veitt Bústöðum góðar aðstæður til þess að ná markmiðum sínum. Félagið mun leitast við að koma upp 100 leiguíbúðum á ári fram til ársins 2020. Félagið hóf starfsemi sína opinberlega í september 2013 og í október voru félagar þegar orðnir 1.700.

Bústaðir munu starfa um allar Færeyjar og vinna náið með sveitarfélögum og öðrum yfirvöldum. Nokkrum verkefnum er lokið en mörg eru á framkvæmdastigi eða á undirbúningsstigi. Á vefsíðu Bústaða má finna upplýsingar um verkefni sem verið er að vinna að, aðild o.fl.

Þú finnur herbergi, íbúð eða hús til kaups eða leigu með því að leita á auglýsingasíðum færeysku blaðanna og á auglýsinganetsíðunni Torg.fo

Finna má hús, frístundahús, íbúðir og byggingalóðir til sölu á heimasíðum fasteignafélaganna Betri heim og Skyn og einnig hjá lögmönnum, sjá meðal annars ogn.fo

Námsmenn

Komir þú til Færeyja til að stunda nám og vilt leigja þér húsnæði geturðu byrjað á að snúa þér til framhaldsskólanna. Nokkrir skólar eru með nemendagarða þar sem herbergi eru leigð út til þeirra nemenda sem koma lengst að. Nemendagarða er til dæmis að finna á vegum tækniskólanna í Þórshöfn og Klakksvík en þeir eru einnig ætlaðar nemum annarra skóla. Í nemendagörðunum eru leigð út herbergi með húsgögnum ásamt sameiginlegu eldhúsi og stofu.

Starfsmannabústaðir

Sumir vinnustaðir bjóða upp á hús, íbúðir eða herbergi til leigu fyrir starfsmenn sína. Til dæmis er Landssjúkrahúsið í Þórshöfn með hús og blokkir með íbúðum og herbergjum til leigu fyrir starfsfólk spítalans.

Endurgreiðsla á vöxtum

Í Færeyjum endurgreiðir ríkið hluta af þeim vöxtum sem greiddir eru vegna lána til kaupa á því húsnæði sem þú býrð í. Fáðu nánari upplýsingar um þetta hjá lánveitanda og skattayfirvöldum, TAKS, þ.e. hvort þú átt rétt á endurgreiðslu vaxtakostnaðar og hvernig sótt er um hana.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna