Ferðalög með gæludýr til og frá Færeyjum

Rejse med kæledyr til og fra Færøerne
Hér er að finna yfirlit yfir reglur um að koma með gæludýr til Færeyja eða flytja þau frá Færeyjum.

Gæludýr til Færeyja

Ekki er heimilt að hafa með sér gæludýr þegar komið er til Færeyja í leyfi eða til tímabundinnar dvalar. Þetta á einnig við um hunda og ketti.

Aðeins er hægt að flytja með sér gæludýr til Færeyja ef þú ert búsett/ur í Færeyjum eða ert að flytja þangað.

Flytja má hunda og ketti til Færeyja ef uppfyllt eru uppsett skilyrði um bólusetningar og meðferð vegna sníkjudýra. Hvolpar og kettlingar þurfa að vera 12 vikna til þess að geta farið í bólusetningu og mga koma til Færeyja fjórum vikum eftir bólusetningu.

Sækja þarf um leyfi vegna hunda, katta og annarra gæludýra til færeysku matvælastofnunarinnar, Heilsufrøðiligu Starvsstovuni, hfs.fo, áður en þau koma til landsins.

Flutningsfyrirtækin kanna hvort viðeigandi leyfi séu fyrir hendi áður en dýrin eru tekin um borð í skip eða flug.

Nánari upplýsingar um reglurnar má fá hjá færeysku matvælastofnuninni, Heilsufrøðiligu Starvsstovuni, hfs.fo.

Gæludýr frá Færeyjum

Sérstakar reglur gilda um það þegar Færeyingar ferðast með hunda og ketti til útlanda. Mælt er með því að þú kynnir þér þær reglur sem við eiga í landinu sem þú ert að fara til.

Hundar þurfa að vera með hundapassa frá dýralækni til staðfestingar á því að hundurinn sé bólusettur og frískur. Hundapassann þarf að fá stimplaðan hjá embættisdýralækni hjá færeysku matvælastofnuninni, Heilsufrøðiligu Starvsstovuni, hfs.fo.

Tilkynntu tímanlega til matvælastofnunarinnar, Heilsufrøðiligu Starvsstovuni, hfs.fo, að þú þurfir hundasimpil til þess að tryggja að embættisdýralæknir sé á staðnum þegar komið er með hundapassann til stimplunar.

Á síðunum hér að neðan má fá nánari upplýsingar um reglur sem gilda um innflutning gæludýra til norrænu landanna.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna