Leiðbeiningar: flutt frá Álandseyjum

Kobba klintar
Photographer
Bent Blomqvist
Hér er að finna upplýsingar um það sem hafa þarf í huga þegar flutt er frá Álandseyjum til Danmerkur, Færeyja, Grænlands, Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Svalbarða. Einnig er boðið upp á minnislista fyrir þau sem hyggjast flytja til Svíþjóðar til að stunda þar nám.

Það er í mörg horn að líta þegar flutt er til annars lands. Til dæmis þarf að huga að endursendingu pósts og þegar flutt er frá Álandseyjum þarf að tilkynna flutninginn til Tryggingastofnunar Finnlands (FPA). Einnig þarf að huga að skattamálum því þú gætir áfram borið skattskyldu eftir að þú flytur frá Álandseyjum. Mundu einnig eftir að skipta yfir í atvinnuleysistryggingasjóð og stéttarfélag í nýja landinu, loka bankareikningum, segja upp leigusamningi og skila húsnæði, fara yfir áskriftir og tryggingar, athuga hvaða tollareglur gilda við flutning og hafa meðferðis ýmis vottorð, skjöl og gild persónuskilríki.

Tilkynnt um flutning frá Álandseyjum

Stofnun stafvæðingar og manntals veitir þjónustu á landsvísu. Á Álandseyjum má hins vegar beina erindum til svæðisskrifstofu Álandseyja. DVV – Stofnun stafvæðingar og manntals.

Myndu senda tilkynningu um flutninginn til skráningardeildar svæðisskrifstofu Álandseyja.

 

Ætlar þú að flytja frá Svíþjóð til Álandseyja?

Flest sem flytja frá Álandseyjum flytja til Svíþjóðar og þess vegna eru gefnar upplýsingar um það helsta sem þarf að hafa í huga við flutning til Svíþjóðar á minnislistunum hér að neðan. Einnig má finna sérstakan minnislista með tíu atriðum sem þarf að hafa í huga þegar flutt er til Svíþjóðar vegna náms.

Athugið! Það getur tekið allt að 4 mánuði að fá kennitölu í Svíþjóð.

Póstur

Mundu að láta endursenda póst til nýja landsins. Þegar þú flytur þarftu að láta breyta heimilisfangi þínu hjá póstinum. Tilkynntu Åland Post um nýja heimilisfangið og að þú munir ekki lengur búa á núverandi heimilisfangi.

Þjóðskrá

Ef þú ert ríkisborgari norræns lands þarftu hvorki á vegabréfsáritun né atvinnu- eða dvalarleyfi að halda til að búa og starfa innan Norðurlanda. Þú þarft þó að fylgja þeim reglum sem gilda meðal annars um skráningu í þjóðskrá í löndunum.

Almannatryggingar

Þegar flutt er til útlanda þarf alltaf að tilkynna það til Tryggingastofnunar Finnlands (FPA), sem tekur ákvörðun út frá þeim upplýsingum um hvort þú eigir áfram aðild að almannatryggingum í Finnlandi/Álandseyjum á meðan þú dvelur í öðru landi. Nánari upplýsingar um það í hvaða landi þú átt aðild að almannatryggingum er að finna á tenglinum hér að neðan. FPA hefur tekið saman stuttar leiðbeiningar um flutning til annarra landa.

Skattar

Almenna reglan er að fólk greiðir skatt í því landi sem það starfar í eða aflar tekna frá. Ef þú býrð og starfar í mismunandi löndum gætu tekjur þínar einnig haft áhrif á skattlagningu þína í búsetulandinu. Tekjurnar skulu því gefnar upp til skatts bæði í búsetulandinu og vinnulandinu. Nánari upplýsingar um skattlagningu má finna á norrænu skattagáttinni eTax og á upplýsingasíðum Info Norden um skattlagningu í mismunandi löndum.

Búslóð

Þegar flutt er frá Álandseyjum til annars ESB-lands eða lands utan ESB (Noregs og Íslands ásamt Færeyjum og Grænlandi, sem eru svæði utan ESB) þarf að skila tollskýrslu um búslóðarflutning. Þetta gildir þó ekki við flutning frá Álandseyjum til Finnlands. Þegar flutt er frá Álandseyjum þarf að athuga hvaða tollareglur gilda í landinu sem flutt er til.

Bílar

Þegar flutt er til annars norræns lands með bíl eða öðru ökutæki þarf oft að skrá það í nýja landinu. Ef þú býrð eða dvelur tímabundið í landinu getur þú í vissum tilfellum notað ökutæki sem er skráð í öðru landi. Nánari upplýsingar um þetta eru hér:

Ökuskírteini

Ökuskírteini frá Álandseyjum/Finnlandi gefur rétt til að aka þeim flokkum ökutækja koma fram á ökuskírteininu alls staðar á Norðurlöndum. Nánari upplýsingar um þetta eru á síðunum hér að neðan.

Leiðbeiningar um flutninga til Norðurlandanna

Ef þú ætlar að flytja til Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur, Íslands, Færeyja, Grænlands eða Svalbarða getur þú nýtt þér eftirfarandi flutningsleiðbeiningar Info Norden.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um tilkynningar um flutning frá Álandseyjum geturðu haft samband við skráningaryfirvöld á Álandseyjum hér

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna